Alan Alda

From Wikipedia, the free encyclopedia

Alan Alda
Remove ads

Alan Alda (fæddur Alphonso Joseph D´Abruzzo 28. janúar 1936) er bandarískur leikari, rithöfundur, leikstjóri og handritshöfundur sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í MASH og The West Wing.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Alda fæddist í New York-borg og er af ítölskum og írskum uppruna.[1]

Árið 1956, útskrifaðist hann með B.Sc. gráðu í ensku frá Fordham College við Fordham-háskóla í Bronx hverfinu í New York-borg. Á meðan hann var nemandi þá starfaði hann við útvarpsstöðina WFUV. Alda stundaði nám við Sorbonne háskólann á fyrstu háskólaárum sínum, ásamt því að leika í leikriti í Róm og leika á móti föður sínum í sjónvarpi í Amsterdam.

Eftir útskrift þá gerðist hann meðlimur varaliðs Bandaríkjahers og var sex mánuði sem stórskotaliðsmaður.[2]

Er gestaprófessor við Ríkisháskólann New York í Stony Brook fjölmiðlaskólann og er meðlimur ráðgjafaráðs "The Center for Communicating Science".[3]

Alda hefur verið giftur Arlene Weiss síðan 1957 og saman eiga þau þrjár dætur.

Remove ads

Ferill

Rithöfundur

Árið 2005 gaf Alda út ævisöguna Never Have Your Dog Stuffed: and Other Things I've Learned. Síðan árið 2007 gaf hann út aðra ævisögu Things I Overheard While Talking to Myself.

Alda talaði inn á hljóðbókina World War Z eftir Max Brook árið 2006, þar sem hann talaði fyrir Arthur Sinclair Jr.

Leikhús

Alda byrjaði leiklistarferil sinn um miðjan sjötta áratuginn sem meðlimur Compass Players leikhússins. Fyrsta leikritið sem hann leikur á Broadway er Only in America[4]. Hefur hann síðan þá komið fram í leikritum og söngleikjum á borð við Fair Game for Lovers, The Apple Tree, QED, Glengarry Glen Ross og A Whisper in God´s Ear.

Leikstjórn

Fyrsta leikstjóraverk Alda var sjónvarpsmyndin 6 Rms Riv Vu árið 1974. Leikstýrði hann svo kvikmyndunum The Four Seasons og Betsy´s Wedding. Frá 1974-1983 þá leikstýrði Alda 31 þætti af læknaherþættinum MASH.

Handritshöfundur

Fyrsta handritshöfundaverk Alda var þátturinn We´ll Get By árið 1975. Skrifaði hann handritið að kvikmyndunum The Four Seasons, A New Life og Betsy´s Wedding. Frá 1973-1983 skrifaði Alda 19 þætti að læknahersþættinum MASH.

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Alda var árið 1958 í The Phil Silvers Show. Kom hann síðan fram í þáttum á borð við The Nurses, East Side/West Side, Coronet Blue og í sjónvarpsmyndunum Story Theatre, The Glass House og Isn´t It Shocking.

Árið 1972 var honum boðið hlutverk Kapteins Benjamin Franklin Pierce í læknaherþættinum MASH sem hann lék til ársins 1983. Að auki að leika í þættinum þá leikstýrði og skrifaði hann handritið að nokkrum þáttum. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við ER, 30 Rock og The Big C.

Frá 2004-2006 lék hann öldungardeildarþingmanninn og forsetaefni Repúblikanaflokksins, Arnold Vinick í The West Wing. Alda hafði verið skoðaður sem hugsanlegur kandídat fyrir hlutverk forsetans á þeim tíma sem þátturinn var að hefja framleiðslu.[5]

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Alda var árið 1963 í Gone Are the Days! . Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Jenny, Same Time Next Year, The Four Seasons, Manhattan Murder Mystery, Everyone Says I Love You, What Women Want, The Aviator og Flash of Genius.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...

Leikstjóri

  • 1990: Betsy´s Wedding
  • 1988: A New Life
  • 1986: Sweet Liberty
  • 1974-1983: MASH (31 þættir)
  • 1981: The Four Seasons
  • 1976: Hickey (sjónvarpsmynd)
  • 1974: 6 Rms Riv Vu (sjónvarpsmynd)

Handritshöfundur

  • 2002: MASH: 30th Anniversary Reunion (sjónvarpsmynd – óskráður)
  • 1990: Betsy´s Wedding
  • 1988: A New Life
  • 1986: Sweet Liberty
  • 1984: The Four Seasons (4 þættir)
  • 1973-1983: MASH (19 þættir)
  • 1981: The Four Seasons
  • 1979: The Seduction of Joe Tynan
  • 1979: Hickey (sjónvarpsmynd – höfundur)
  • 1975: We´ll Get By (2 þættir)
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Academy Awards verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Aviator.

American Movie verðlaunin

  • 1982: Verðlaun sem uppáhalds karlstjarnan.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari fyrir The Four Seasons.
  • 1980: Verðlaun sem besti leikari fyrir The Seduction of Joe Tynan.

BAFTA verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir The Aviator.
  • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misdemeanors.

Bodil verðlaunin

  • 1982: Verðlaun fyrir bestu kvikmynd utan Evrópu fyrir The Four Seasons.

Directors Guild of America verðlaunin

  • 1983: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Where There´s a Will, There´s a War ásamt David Hawks og Cathy Kinsock fyrir MASH.
  • 1982: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Life You Save, The ásamt David Hawks og Cathy Kinsock fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Comrades in Arms, Parts 1 and 2 ásamt Burt Metcalfe fyrir MASH.
  • 1977: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund ásamt Ted Butcher, David Hawkes og Lisa Hallas-Gottlieb fyrir MASH.

Drama Desk verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í leikriti fyrir Glengarry Glen Ross.

Golden Apple verðlaunin

  • 1979: Verðlaun sem karlstjarna ársins.
  • 1974: Verðlaun sem karlstjarna ársins.

Golden Globe verðlaunin

  • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í míniseríu eða kvikmynd fyrir sjónvarp fyrir White Mile.
  • 1983: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1982: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1982: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjamynd fyrir The Four Seasons.
  • 1982: Tilnefndur fyrir besta kvikmyndahandritið fyrir The Four Seasons.
  • 1981: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1980: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjamynd fyrir Same Time, Next Year.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1977: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1976: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1975: Verðlaun sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1974: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1973: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikjaseríu fyrir MASH.
  • 1969: Tilnefndur sem upprennandi karlleikari fyrir Paper Lion.

Hasty Pudding Theatricals verðlaunin

  • 1980: Verðlaun sem leikari ársins.

Humanitas verðlaunin

  • 1980: Verðlaun í 30 mín flokknum fyrir MASH.
  • 1977: Tilnefndur í 30 mín flokknum fyrir þáttinn Dear Sigmund fyrir MASH.

National Board of Review verðlaunin

  • 1989: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misemeanors.

New York Film Critics Circle verðlaunin

  • 1989: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Crimes and Misemeanors.

People´s Choice verðlaunin

  • 1982: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1981: Verðlaun sem All-Around karlskemmtikraftur.
  • 1981: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1980: Verðlaun sem All-Around karlskemmtikraftur.
  • 1980: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1979: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi.
  • 1975: Verðlaun sem uppáhalds leikari í sjónvarpi, ásamt Telly Savalas.

Primetime Emmy verðlaunin

  • 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í gamanseríu fyrir 30 Rock.
  • 2006: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í míniseríu eða kvikmynd fyrir Club Land.
  • 2000: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir ER.
  • 1994: Tilnenfndur sem besti leikari í aukahlutverki í míniseríu eða sérþætti fyrir And the Band Played On.
  • 1983: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Goodbye,Farewell and Amen í MASH.
  • 1983: Tilnenfndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1982: Verðlaun sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1982: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Where There´s Will, There´s a War í MASH.
  • 1982: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Follies of the Living – Concerns of the Dead í MASH.
  • 1981: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn The Life You Save í MASH.
  • 1981: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1980: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dreams í MASH.
  • 1980: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1979: Verðlaun fyrir besta sjónvarpshandrit í gaman/söngleikjaseríu fyrir þáttinn Inga í MASH.
  • 1979: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gaman/söngleikjaseríu fyrir þáttinn Dear Sis í MASH.
  • 1979: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Comradees in Arms, Part 1 ásamt Burt Metcalfe í MASH.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1978: Tilnefndur sem besti leikari í drama/gamansérþætti fyrir Kill Me If You Can.
  • 1978: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í gamanseríu fyrir þáttinn Fallen Idol í MASH.
  • 1977: Verðlaun fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund í MASH.
  • 1977: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1977: Tilnefndur fyrir besta sjónvarpshandrit í gamanseríu fyrir þáttinn Dear Sigmund í MASH.
  • 1976: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn The Kids í MASH.
  • 1976: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1975: Tilnefndur fyrir bestu leikstjórn í gamanseríu fyrir þáttinn Bulletin Board í MASH.
  • 1975: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1974: Verðlaun sem leikari ársins fyrir MASH.
  • 1974: Verðlaun sem besti leikari í gamanseríu fyrir MASH.
  • 1974: Tilnefndur sem besti leikari í drama fyrir 6 Rms Riv Vu.
  • 1973: Tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki í gamanseríu fyrir MASH.

Razzie verðlaunin

  • 1993: Tilnefndur sem versti leikari í aukahlutverki fyrir Whispers in the Dark.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í kvikmynd fyrir The Aviator.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd/míniseríu fyrir Club Land.

Theatre World verðlaunin

  • 1964: Verðlaun sem besti leikari fyrir Fair Game for Lovers.

Tony verðlaunin

  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Glengarry Glen Ross.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir Jake´s Women.
  • 1967: Tilnefndur sem besti leikari í leikriti fyrir The Apple Tree.

TV Land verðlaunin

  • 2009: Verðlaun fyrir MASH ásamt Allan Arbus, William Christopher, Larry Gelbart, Mike Farrell, Jeff Maxwell, Burt Metcalfe, Gene Reynolds, David Ogden Stiers, Loretta Swit og Kellye Nakahara.
  • 2003: Verðlaun sem klassíski sjónvarpslæknir ársins fyrir þáttinn Dr. Hawkeye Pierce.

Television Critics Association verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur fyrir framúrskarandi einstaklings afrek í dramaseríu fyrir The West Wing.

Writers Guild of America verðlaunin

  • 2000: Valentine Davies verðlaunin.
  • 1982: Tilnefndur fyrir besta gaman-sjónvarpshandritið fyrir The Four Seasons.
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads