Arabískt letur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Arabískt letur
Remove ads

Arabískt letur er skrifmál sem er notað til að skrifa ýmis tungumál í Asíu og Afríku, svo sem arabísku, farsí og úrdú. Það er næstútbreiddasta letur heims á eftir því latneska.

Thumb
Arabískt letur.

Arabíska stafrófið var fyrst notað til að skrifa texta á arabísku, meðal annars Kóraninn, trúarrit íslamstrúar. Arabíska stafrófið breiddist út með múhammeðstrú. Þegar arabíska stafrófið var tekið til þess að skrifa önnur tungumál en arabísku voru ýmsir nýir stafir teknir inn eftir þörfum.

Arabískt letur er skrifað frá hægri til vinstri, með tengiskrift, og það inniheldur 28 grunnstafi (arabíska stafrófið). Það er skilgreint sem abdsjad vegna þess að stuttir sérhljóðar eru sjaldnast skrifaðir.

Remove ads

Arabíska stafrófið

Arabíska stafrófið hefur 28 bókstafi. Önnur tungumál sem tekið hafa upp sama letur hafa bætt við aukastöfum og breytt hljóðum þeirra lítilega.

Bókstafir hafa mismunandi útlit eftir því hvaða stafir koma á undan og á eftir. Sumir stafir tengjast aldrei öðrum megin.

Nánari upplýsingar Stök mynd, Frummynd ...
Remove ads

Stílbrigði

Arabíska letrið hefur mörg mismunandi stílbrigði, þar á meðal:

  • naskh, langalgengasta prentletrið.
  • nastaʿlīq, hallandi skrautskrift. Algengt í Pakistan.
  • shahmukhi
  • ruq'ah, thuluth
  • kufi, mjög stílfært letur með þykkum, beinum línum. Algengt í opinberum nöfnum og fyrirsögnum.
  • sini
  • hijazi
  • Diwani, mjög listileg skraustkrift, upprunalega notuð við hirð Tyrkjaveldis.
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads