Grósekkur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Grósekkur
Remove ads

Grósekkur eða askur (latína: ascus; úr grísku: askos) er gróhirsla asksveppa. Hver grósekkur geymir átta askgró sem orðið hafa til við mítósu í kjölfar meiósuskiptingar. Sumir grósekkir myndast í reglulegum gróbeði á æxlihnúð sem hægt er að sjá með berum augum og heitir þá sekkhirsla. Í öðrum tilfellum, eins og hjá einfruma geri, finnast engin slík form.

Thumb
Grósekkir Hypomyces chrysospermus.

Grósekkir sleppa venjulega grónum með því að springa. Þegar einn sekkur springur veldur það keðjuverkun þannig að allir grósekkirnir í sekkhirslunni springa á sama tíma.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads