Aspergerheilkenni

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Aspergerheilkenni er truflun í þroska sem einkennist af skertri hæfni til félagslegra samskipta, sérkennilegum áhugamálum og áráttukenndri hegðun, tilbreytingarlausum talanda, sérkennilegu málfari, lélegri líkamstjáningu og klunnalegri hreyfingu og göngulagi.[1][2] Aspergerheilkenni er á einhverfurófinu, en er mun vægari en einhverfa, fólk með Aspergerheilkenni er með nokkuð venjulega tungumálafærni og gáfur.[3]

Orsök Aspergerheilkennis er ekki þekkt.[4] Einkenni koma vanalega fram fyrir 2 ára aldur og endast ævilangt.[5] Fleiri karlar en konur eru með Aspergerheilkenni.[6]

Heilkennið er nefnt eftir Hans Asperger, Austurrískum lækni sem lýsti árið 1944 börnum með tjáskiptavanda sem áttu erfitt með að skilja tilfinningar annarra.[7] Nútímalýsingin á Aspergerheilkenni varð svo til árið 1981[8] og var orðin stöðluð greining í byrjun 10. áratugarins.[9]

Remove ads

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads