Athyglisbrestur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Athyglisbrestur er taugaþroskaröskun sem veldur einbeitingarskorti ýmist með ofvirkni (og kallast þá ADHD)[a] eða án (ADD).[b] Auk einbeitingarskorts einkennist athyglisbrestur með ofvirkni oft af hvatvísi og sumir eiga erfitt með að hafa stjórn á eigin tilfinningum.[1][2][3][4] Greining byggist á því hvort einbeitingarskortur hafi verið til staðar í meira en hálft ár, valdi viðkomandi vandræðum t.d. heima eða í skóla, og hvort einkenni hafi komið fram í barnæsku.[5][6]

Meðferð inniheldur atferlismeðferð og lyf á við örvandi lyfið metýlfenídat (Rítalín).[7]

Talið er að athyglisbrestur sé tengdur brenglun í boðefnakerfi heilans, þá sérstaklega heilaboðefnunum dópamíni og noradrenalíni.

Hugtakið athyglisbrestur kom fyrst fram í kynningarbæklingi Foreldrafélags misþroska barna við stofnun þess árið 1988.

Á Íslandi eru mun fleiri greindir með athyglisbrest en á Norðurlöndum. Í rannsókn árið 2024 kom fram að hann sé líklega ofgreindur á Íslandi. [8]

Remove ads

Neðanmálsgreinar

  1. Á ensku: „attention deficit hyperactivity disorder“
  2. Á ensku: „attention deficit disorder“

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads