Avatar
bandarísk kvikmynd frá 2009 From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Avatar er bandarísk vísindaskáldskapar kvikmynd frá árinu 2009.[4][5] Henni var leikstýrt og framleidd af James Cameron. Í aðalhlutverkum eru Sam Worthington, Zoe Saldana, Stephen Lang, Michelle Rodriguez og Sigourney Weaver. Myndin gerist á 22. öldinni þegar mennirnir eru að hertaka Pandora, lífvænlegt tungl gasplánetu í Alpha Century stjörnukerfinu, til þess að grafa fyrir unobtanium[6][7], efni sem leiðir rafmagn mjög vel við herbergishitastig.[8] Stækkun námunar er ógn við tilvist ættbálksins Navi, mannlega tegund sem eru frumbyggjar plánetunar. Titill kvikmyndarinnar á við erfðafræðilegan Navi líkama sem stjórnast af heila manns úr fjarlægð til að hafa samskipti við frumbyggja Pandoru.[9]
Þróun Avatars hófst 1994, þegar Cameron skrifaði 80 blaðsíðna uppkast að myndinni.[10][11] Byrja átti á myndinni eftir að lokið var við myndina Titanic og gefa átti hana út 1999,[12] en samkvæmt Cameron var nauðsynleg tækni ekki til á þeim tíma.[13] Vinna við tungumál verana byrjaði 2005 og Cameron byrjaði á handriti og umhverfi myndarinnar 2006.[14][15] Avatar hafði 237 milljón bandaríska dali í ráðstöfunarfé.[3] Aðrar áætlanir segja kostnaðinn vera $280 milljónir og $310 milljónir fyrir framleiðslu og $150 milljónir fyrir markaðssetningu.[16][17] [18] Kvikmyndin notaði nýjar aðferðir til að festa hreyfingu á filmu og var gefin út fyrir hefðbundnar sýningar, 3D sýningar og í 4D fyrir Suður-Kóresk kvikmyndahús.[19]
Remove ads
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads