BBC Home Service
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
BBC Home Service var bresk útvarpsstöð sem sendi út frá 1939 til 1967, þegar BBC Radio 4 tók við af henni.

Frá upphafi 3. áratugar 20. aldar hafði BBC sent út á tveimur stöðvum: BBC National Programme og BBC Regional Programme. Þegar síðari heimsstyrjöld braust út 1. september 1939 voru stöðvarnar sameinaðar svo óvinaflugvélar gætu ekki notað útsendingarnar sem leiðsögutæki.[1] Héraðsstöðvarnar tóku smám saman við útsendingum vegna hættunnar á því að Lundúnastöðin yrði fyrir loftárásum, en á samræmdum rásum. Nýja stöðin fékk nafnið Home Service („heimaþjónustan“) og sendi út dagskrá frá 7 um morguninn til 00:15 eftir miðnætti með fréttatíma klukkan 7:00, 8:00, 13:00, 18:00, 21:00 og á miðnætti.
Eftir að stríðinu lauk voru héraðsstöðvarnar endurreistar á eigin tíðni og BBC Light Programme stofnuð um skemmtidagskrá, meðan talútvarp, útvarpsleikrit og klassísk tónlist voru áfram send út á Home Service. Sumir skemmtiþættir héldu þó áfram á Home Service. Gamanþættirnir The Goon Show voru til dæmis sendir þar út frá 1951 til 1960.[2] Home Service skiptist í sjö svæðisbundnar tíðnir. Árið 1967 tók BBC Radio 4 við útsendingum á þessum tíðnum.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
