Bankastræti
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Bankastræti er verslunargata í miðborg Reykjavíkur sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg að gatnamótum við Lækjartorg.

Bankastræti heitir eftir Landsbanka Íslands sem hóf starfsemi sína í Bankastræti 3 þann 1. júlí árið 1886. Nokkrum árum áður, eða þann 2. september 1876 var kveikt á fyrsta götuljósi í Reykjavík, en það stóð hjá Lækjarbrúnni og var steinolíulugt. Lækjarbrúin var steinbrú yfir lækinn sem nú liggur undir Lækjargötu.
Í upphafi 20. aldar var Bankastræti ekki einstefnugata og þá var hægt að keyra upp götuna að Laugavegi. Ef menn óku upp Bankastræti varð að beygja inn á Ingólfsstræti eða til hægri upp Skólavörðustíginn.
Bankastræti hét áður Bakarastígur eða Bakarabrekka, kennd við Bernhöftsbakarí sem var frá 1834 í gömlu húsunum í Bankastræti 2. Nú er nafnið Bakarabrekka notað um grösuga brekku fyrir neðan Bernhöftstorfuna á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Styttan Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson er í Bakarabrekkunni. Þar er einnig stórt útitafl með taflmenn eftir Jón Gunnar Árnason myndhöggvara.[1]
Almenningssalernið Núllið er svo nefnt vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu og neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar. Það er tvískipt, karla öðrumegin við götuna en kvenna hinumegin, niðurgrafið svo einungis sést stigaopið á yfirborðinu. Salernið hefur verið lagt af en inngangarnir standa ennþá. Rýmin hafa verið notuð undir ýmsa starfsemi og Pönksafn Íslands er staðsett í austara rýminu.
Í Bankastræti eru fjölmargar verslanir sem hafa starfað þar lengi, eins og undirfataverslunin Stella (Bankastræti 3), tóbaksverslunin Björk (Bankastræti 6) og veitingastaðurinn Prikið (Bankastræti 12).
Remove ads
Í kvikmyndum og sjónvarpi
Menningarnótt var endursköpuð þann 12. október 2003 þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir kvikmyndina Dís.[2] Eins voru ásjónur nokkurra húsa á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis færð til eldra horfs fyrir kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Bíódagar til að passa við tíðaranda myndarinnar.
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads