Ben Nevis

From Wikipedia, the free encyclopedia

Ben Nevis
Remove ads

Ben Nevis (skosk gelíska: Beinn Nibheis) er hæsta fjall Bretlandseyja. Það er 1345 metra hátt og er staðsett á vesturenda Grampian-fjalla nálægt bænum Fort William í Skotlandi. Toppur Ben Nevis eru leifar af eldfjalli sem féll saman. Yfir 700 metra hátt klettabelti á norðurhlið fjallsins er meðal þeirra hæstu í Skotlandi og er vinsæll staður til kletta- og ísklifurs. Fjallið var klifið fyrst svo vitað sé árið 1771 af grasafræðingnum James Robertson frá Edinborg. Kapphlaup upp fjallið hefur verið hvert ár síðan 1937.

Staðreyndir strax
Thumb
Norðurhlið fjallsins.
Thumb
Charles Inglis Clark-minningarskálinn undir fjallinu. Þaðan fara flestir klettaklifrarar
Remove ads

Heimild

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads