Benbecula

From Wikipedia, the free encyclopedia

Benbecula
Remove ads

Benbecula (skosk gelíska: Beinn nam Fadhla eða Beinn na Faoghla) er eyja í Ytri Suðureyjum við vesturströnd Skotlands. Samkvæmt manntali frá 2011 voru íbúar eyjunnar 1.303 en stór hluti þeirra eru kaþólskir. Eyjan er um það bil 12 km að breidd og svipuð að lengd. Stærsti bærinn á eyjunni er Balivanich.

Thumb
Benbecula innan Suðureyja
Thumb
Frá vesturströnd Benbecula

Eyjan liggur milli Norður-Uist og Suður-Uist en brýr tengja eyjarnar þrjár saman. Flugvöllur er á eyjunni og þaðan er flogið daglega til Glasgow, Stornoway og Barreyjar. Engar ferjusiglingar er milli Benbecula og fastalandsins.

Skosk gelíska hefur sögulega notið sterkrar stöðu á Benbecula. Í manntölum frá 1901 og 1921 kom fram að 75% sókna í eyjunni væri gelískumælandi. Hlutfall gelískumælandi íbúa hafði lækkað í 56% fyrir árið 2001.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads