Suðureyjar

From Wikipedia, the free encyclopedia

Suðureyjar
Remove ads

Suðureyjar (skosk gelíska: Innse Gall, enska: Hebrides) eru stór eyjaklasi við vesturströnd Skotlands. Eyjarnar skiptast í tvo meginhópa, Innri Suðureyjar og Ytri Suðureyjar. Á milli þeirra er Skotlandsfjörður (skosk gelíska: An Cuan Sgitheanach, enska: The Minch). Byggð á eyjunum nær frá miðsteinöld til okkar daga og hafa íbúarnir verið af ýmsu bergi brotnir, meðal annars gelískumælandi, norrænumælandi og enskumælandi. Þessi fjölbreytni sést af nöfnum eyjanna sem eru úr ýmsum málum sem þar hafa verið töluð. Saman kallast eyjarnar Suðureyjar á norrænum málum til aðgreiningar frá Norðureyjum; Orkneyjum og Hjaltlandseyjum.

Thumb
Kort af Suðureyjum.
Thumb
Kort af Skotlandi

Mikið af gelískum bókmenntum og gelískri tónlist í Skotlandi kemur frá eyjunum. Í dag byggist efnahagur eyjanna aðallega á kotbúskap, fiskveiðum, ferðaþjónustu, olíuiðnaði og endurnýjanlegri orku. Í eyjunum eru sums staðar stórir hlutar af stofnum ýmissa sela og sjófugla á Bretlandseyjum.

Remove ads

Eyjarnar í stafrófsröð

Ytri Suðureyjar

Nánari upplýsingar Nafn, Nafn á ensku ...

Innri Suðureyjar

Nánari upplýsingar Nafn, Nafn á ensku ...
Remove ads

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads