Birgir Lúðvíksson
íslenskur knattspyrnumaður og fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Birgir Lúðvíksson (fæddur 3. maí 1937, látinn 3. febrúar 2021) var íslenskur knattspyrnumaður og fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Ævi og störf
Birgir Lúðvíksson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Lúðvík Thorberg Þorgeirsson, kaupmaður í Lúllabúð og Guðríður Halldórsdóttir. Árið 1928 var Lúðvík gerður að formanni Knattspynufélagsins Fram, þá aðeins átján ára að aldri, en félagið stóð á brauðfótum. Með honum í stjórn voru þrír mágar hans, bræður Guðríðar: Guðmundur, Sigurður og Ólafur sem allir áttu eftir að gegna formennsku í félaginu.
Með þennan ættgarð kom ekki á óvart að Birgir hæfi ungur æfingar með Fram í handknattleik og knattspyrnu. Varð hann Íslandsmeistari 1962 í fótbolta ásamt tveimur bræðrum sínum, Halldóri og Þorgeiri. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var t.a.m. formaður knattspyrnudeildar í eitt ár 1960-61 á meðan hann var ennþá leikmaður og stýrði handknattleiksdeildinni í samtals ellefu ár, frá 1963-69 og aftur 1976-81. Frá 1986-89 var hann formaður sjálfs félagsins.[1]
Fyrirrennari: Hilmar Guðlaugsson |
|
Eftirmaður: Alfreð Þorsteinsson |
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads