Bjarnarflag

From Wikipedia, the free encyclopedia

Bjarnarflag
Remove ads

Bjarnarflag er jarðhitasvæði skammt austan Reykjahlíðar við Mývatn. Þar reis 3 MW jarðgufuvirkjun á vegum rekstrarfélags Laxárvirkjunar árið 1969 sem var sú fyrsta á Íslandi og með þeim fyrstu í heiminum. Bjarnarflagsvirkjun, sem er venjulega kölluð Gufustöðin, hefur verið rekin af Landsvirkjun síðan 1983, en þá var Laxárvirkjun sameinuð Landsvirkjun.

Thumb
Bjarnarflagsvirkjun við Reykjahlíð

Upphaflegur vélbúnaður Gufustöðvarinnar var hverfill af gerðinni British Thomson-Houston, en hann ver fenginn frá sykurverksmiðju í Bretlandi þar sem hann hafði þjónað frá árinu 1934. Árið 2019 var búnaður í Gufustöðinni endurnýjaður, enda var þá gamla vélasamstæðan farin að gefa eftir og orðið hættulegt að vinna við hana.[1] Uppsett afl í Gufustöðinni er 5 MW. [2]

Áform hafa verið uppi um nýja og mun stærri virkjun við Bjarnarflag sem hefði uppsett afl á bilinu 45 til 90 MW. Orkunni frá þeirri virkjun er ætlað að nýtast við uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka við Húsavík. Mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar hefur þegar farið fram en eftir að Alþingi samþykkti ívilnanir til kísilvers á Bakka í mars 2013 hefur vaknað umræða um að umhverfismatið sé úrelt og taki ekki tillit til nýrrar þekkingar á umhverfisáhrifum jarðvarmavirkjanna. Sérstaklega er óttast um áhrif virkjunarinnar á grunnvatnsstreymi til Mývatns og efnasamsetningu vatnsins sem kunni að raska lífríki vatnsins. Mývatn og Laxá eru eitt þriggja votlendissvæða á Íslandi sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt Ramsar-samningnum.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads