Bogi (vopn)
skotvopn From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Bogi og örvar er skotvopnakerfi og eru algeng á flestum menningarsvæðum. Bogi með örvum er eldri en sögulegar heimildir ná til. Bogfimi er tæknin, hæfileikinn eða notkunin á þeim.

Bogi og örvar birtast í kring um umskiptin frá síðfornsteinöld til miðsteinaldar. Í Nataruk í Turkana í Kenía fundust smáblöð úr hrafntinnu í hauskúpu og brjóstholi beinagrindar, sem bendir til notkunar á boga og örvum sem vopnum.[1] Eftir lok síðustu ísaldar virðist notkun boga og örva hafa breiðst út til allra byggðra heimsálfa, nema Ástralíu.[2]
Elstu varðveittu bogar í heilu lagi eru úr álmi frá Danmörku (hólmgarðsboginn)[3], sem hafa verið mældir 11.000 ára gamlir. Kröftugir nútímabogar hafa verið gerðir eftir þeirri hönnun.
Brot úr Stellmoor-boga voru talin um 10 þúsund ára gömul, en þau eyðilögðust í Hamborg í seinni heimsstyrjöld, áður en aldursgreining með geislakolum var þróuð.[4] Smáverkfæri úr steinum sem fundust á suðurströnd Afríku benda til að örvar hafi verið til í að minnsta kosti 71 þúsund ár.[5]
Remove ads
Gerðir boga


Það er engin ákveðin flokkun á bogum.[6] Boga má flokka eftir mismunandi eiginleikum, til dæmis efniviði, toglengd, lögun bogans séð frá hlið eða lögun arma í þversniði.[7]
Algengar gerðir boga eru
- Aftursveigður bogi: bogi þar sem endarnir sveigjast frá skyttunni. Það réttist úr sveigjunni þegar boginn er spenntur. Sveigjan eykur kraftinn í boganum..[8]
- Reflexbogi: bogi sem sveigist frá bogmanni þegar hann er óstrengdur. [8]
- Langbogi: flatbogi sem er jafnhár skyttunni, yfirleitt um 2m langur. Hefðbundinn Enskur langbogi var yfirleitt úr ýviði, en aðrar viðartegundir voru einnig notaðar.[9]
- Flatbogi: sú gerð sem indíánar í Ameríku notuðu helst.
- Samsettur bogi: bogi úr meira en einu efni.[7]
- Samansetjanlegur bogi: bogi sem er hægt að setja saman fyrir flutning.
- Trissubogi: bogi með trissum eða öðru til að hjálpa við að draga bogann.[10]
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads