Borís Nemtsov
Rússneskur stjórnmálamaður (1959-2015) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Borís Jefímovítsj Nemtsov (rússneska: Бори́с Ефи́мович Немцо́в; 9. október 1959 – 27. febrúar 2015) var rússneskur vísindamaður og stjórnmálamaður. Ferill hans gekk vel á tíunda áratugnum undir stjórn Borísar Jeltsíns en frá árinu 2000 hafði hann verið opinskár andstæðingur Vladímírs Pútíns.[1] Hann var skotinn og dó í febrúar 2015 vegna skoðana sinna til stuðnings rússnesku lýðræði á brú nálægt Kreml og Rauða torginu í Moskvu.
Talið er að stuðningsmenn Pútíns hafi staðið bak við dráp Nemtsovs, en Pútín hafði opinberlega fordæmt morðið.[2] Áður en hann var drepinn hafði Nemstov verið að skipuleggja mótmæli gegn Pútin og stefnu hans í sambandi við stríð Rússlands í Úkraínu.[2] Hann hafði sagt nýlega í viðtali að hann óttaðist um að Pútín myndi reyna að drepa hann.[2]
Fimm téténskir karlmenn voru síðar handteknir fyrir aðild að morðinu á Nemtsov. Einn þeirra, Zaúr Dadajev, hafði verið háttsettur í einni af hersveitum Ramzans Kadyrov, forseta sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu.[3] Dadajev játaði á sig morðið og var dæmdur í 20 ára fangelsi árið 2017.[4]
Árið 2022 gáfu rannsóknarblaðamenn Bellingcat, The Insider og BBC út niðurstöðu rannsóknar þar sem staðhæft var að útsendarar leyniþjónustunnar FSB hefðu fylgst með ferðum Nemtsovs í heilt ár áður en hann var myrtur.[5]
Áður en hann var drepinn var Nemtsov samformaður í Lýðveldisflokki Rússlands, meðlimur í héraðsþinginu í Jaroslavl og einn leiðtoganna andstæðingahreyfingunnar Solidarnost.
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads