Bosníska

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Bosníska (bosanski / босански) er serbokróatísk mállýska og þjóðtunga Bosníaka. Bosníska er eitt af þremur opinberum málum í Bosníu og Hersegovínu: hin tvö eru króatíska og serbneska. Bosníska er jafnframt viðurkennt minnihlutamál í Serbíu, Svartfjallalandi og Kosóvó.

Staðreyndir strax Bosníska bosanski босански, Opinber staða ...

Bosnísku má rita bæði með latnesku letri og kýrillísku, en latneskt letur er notað oftar í daglegu lífi. Bosníska sker sig úr samanborið við aðrar serbókróatískar mállýskur með miklum fjölda tökuorða úr arabísku, ottómantyrknesku og persnesku vegna sterkra tengsla við þessa múslímamenningarheima.

Bosníski staðallinn er byggður á útbreiddustu serbokróatískri mállýskunni, stókavísku, sem er einnig grunnurinn að króatísku, serbnesku og svartfellsku. Fyrir upplausn Júgóslavíu var lítið á þessi mál sem eitt tungumál. Frá málvísindalegu sjónarhorni er enn lítið á þau sem eitt mál, serbókróatísku, en þetta sjónarmið er umdeilt meðal innfæddra málhafa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads