Páskakrókus

From Wikipedia, the free encyclopedia

Páskakrókus
Remove ads

Páskakrókus (Crocus biflorus)[1] er blómplanta af ættkvísl krókusa, ættaður frá suðaustur Evrópu og suðvestur Asíu, þar á meðal Ítalíu, Balkanskaga, Úkraínu, Tyrklandi, Kákasus, Íran og Írak.[2]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...

Hann er fjölæringur með hnýði sem verður 6 sm hár og breiður. Þetta er mjög breytileg tegund, með blóm í litbrigðum af föl fjólubláu yfir í hvítt, oft með dekkri rendur utan á krónublöðunum. Blómin birtast snemma að vori.[3]

Remove ads

Flokkun

Samkvæmt flokkun Brian Mathew 1982, var C. biflorus í seríunni Biflori í deildinni Nudiscapus innan krókusættkvíslarinnar. Hinsvegar virðast nútíma DNA greiningar gera vafasamt hvort serían Biflori geti verið skilin frá Reticulati og Speciosi seríunum.[4] Að minnsta kosti 21 undirtegund af páskakrókus hefur verið nefnd; að auki hefur fjöldi afbrigða verið ræktaður í görðum.

Undirtegundir[2]
  • Crocus biflorus subsp. adami (J.Gay) K.Richt. - Balkan, Úkraínu, Krím, Kákasus, Íran
  • Crocus biflorus subsp. albocoronatus Kerndorff - Taurus fjöllum í Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. alexandri (Nicic ex Velen.) B.Mathew - Serbia, Búlgaría, norðaustur Grikklandi
  • Crocus biflorus subsp. artvinensis (J.Philippow) B.Mathew - Kákasus, norðaustur Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. atrospermus Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. biflorus - Ítalíu ásamt Sikiley, Tyrkland, Rodhos (Ρόδος, Rhodes) eyju í Grikklandi
  • Crocus biflorus subsp. caelestis Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. caricus Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. crewei (Hook.f.) B.Mathew - Tyrklandi, Grikklandseyjar
  • Crocus biflorus subsp. fibroannulatus Kernd. & Pasche - Artvin hérað í Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. ionopharynx Kernd. & Pasche - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. isauricus (Siehe ex Bowles) B.Mathew - Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. leucostylosus Kernd. & Pasche - Denizli hérað í Tyrklandi
  • Crocus biflorus subsp. nubigena (Herb.) B.Mathew - Tyrklandi, Grikklandseyjar
  • Crocus biflorus subsp. pseudonubigena B.Mathew - Tyrkland
  • Crocus biflorus subsp. pulchricolor (Herb.) B.Mathew - Tyrkland
  • Crocus biflorus subsp. punctatus B.Mathew - Tyrkland
  • Crocus biflorus subsp. stridii (Papan. & Zacharof) B.Mathew - norðaustur Grikkland
  • Crocus biflorus subsp. tauri (Maw) B.Mathew - Kákasus, Tyrklandi, Íran, Írak
  • Crocus biflorus subsp. weldenii (Hoppe & Fürnr.) K.Richt - Ítalía, Albanía, Júgóslavía
  • Crocus biflorus subsp. yataganensis Kernd. & Pasche - Tyrkland
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads