Cunninghamia

From Wikipedia, the free encyclopedia

Cunninghamia
Remove ads

Cunninghamia er ættkvísl með einni[1] eða tveimur núlifandi tegundum sígrænna barrtrjáa í grátviðarætt (Cupressaceae).[2] Þær eru ættaðar frá Kína, norður Víetnam og Laos, og hugsanlega Kambódíu.[1] Þær geta náð 50 m hæð.[1] Ættkvíslarheitið Cunninghamia er til heiðurs Dr. James Cunningham, breskum lækni sem kynnti tegundina í ræktun 1702, og grasafræðingnum Allan Cunningham.[3]

Thumb
Köngull
Thumb
Reklar
Thumb
Fræ
Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir ...
Remove ads
Remove ads

Flokkun

Ættkvíslin er almennt talin vera með tvær áþekkar tegundir, Cunninghamia lanceolata og C. konishii. C. lanceolata vex á meginlandi Kína, Víetnam og Laos, hins vegar er C. konishii eingöngu í Taívan.[4] Hinsvegar virðist erfðagreining benda til þess að þær séu sama tegundin, og að C. konishii í Taívan sé eftir mörg landnám tegundarinnar frá meginlandinu.[5][6] Þar sem C. lanceolata var fyrra nafnið sem var skráð hefur það forgang ef tegundirnar eru sameinaðar. In that case, Þá verður tegundin í Taívan Cunninghamia lanceolata var. konishii. Það er hinsvegar engin eining um hvort tegundirnar eigi að vera sameinaðar.[4]

Áður var tegundin höfð í Taxodiaceae,[1] en sú ætt er nú talin til Cupressaceae.[2] Nokkrir grasafræðingar hafa viljað hafa ættkvíslina í eigin tegund, Cunninghamiaceae, en ekki fengið mikinn stuðning. Cunninghamia þekkist einnig frá steingerfingum í Ameríku.[7]

Remove ads

Lýsing

Tréð er keilulaga með láréttar greinar sem eru lítið eitt hangandi í endana. Cunninghamia Barrnálarnar í spíral eftir greininni, grænar til blágrænar, leðurkenndar og nokkuð flatar. Þær eru 2–7 sm langar og 3–5 mm breiðar neðs. Barrið getur fengið bronsáferð í köldu veðri.

Könglarnir eru litlir og óáberandi við frjóvgun síðla vetrar, stakir eða 2 til 3 saman, þroskast á 7 til 8 mánuðum, 2,5 til 4,5 sm langir, egglaga til hnattlaga, oft með sprota sem vex úr endanum á ræktuðum trjám en það er sjaldgæft hjá villtum trjám. Reklarnir eru 10 til 30 saman.

Börkurinn á fullvöxnum trjám flagnar af í lengjum sem sýnir rauðbrúnan innri börkinn.

Remove ads

Notkun

Cunninghamia er eftirsótt timburtré í Kína, með mjúkan, endingargóðan og ilmandi við, svipaðan og hjá strandrauðviði og Cryptomeria.

Cunninghamia er ræktað til skrauts í almenningsgörðum og öðrum stórum görðum þar sem hún nær um 15–30 m.

Tilvísanir

Loading content...

Tenglar

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads