DR

From Wikipedia, the free encyclopedia

DR
Remove ads

DR (áður Danmarks Radio) er ríkisrekinn fjölmiðill í Danmörku sem rekur bæði sjónvarps- og útvarpsstöðvar, auk vefmiðla. Höfuðstöðvar DR eru frá 2006 í DR Byen á Amagerbro í Kaupmannahöfn. DR var stofnað árið 1925 og er elsti starfandi útvarpsmiðill Danmerkur. Fyrirmyndin að stofnun DR var BBC í Bretlandi (stofnað 1922). DR er stofnaðili að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Bjarne Corydon er forstjóri DR.[1]

Thumb
DR Byen, höfuðstöðvar DR í Kaupmannahöfn.

DR var fjármagnað með sérstöku útvarpsgjaldi til 2022, þegar við tók sérstök álaga á tekjuskatt.[2]

Remove ads

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads