Davis-sund
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Davis-sund er sundið á milli Baffinslands og vesturstrandar Grænlands. Það tengir Labradorhaf í suðri við Baffinsflóa í norðri en er mun grynnra en bæði þessi hafsvæði. Það er þekkt fyrir mikla sjávarfallastrauma. Sundið heitir eftir enska landkönnuðinum John Davis sem sigldi um það árið 1586 í leit að Norðvesturleiðinni.

Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads