Debenhams
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Debenhams var bresk verslunarkeðja með útibú í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi, í Smáralind í Kópavogi.[1] Fyrsta verslunin var stofnuð í Lundúnum árið 1778 og keðjan fjölgaði síðan í allt að 178 verslanir; mestmegnis í Bretlandi, Danmörku og Írlandi. Hún átti einnig dönsku verslunarkeðjuna Magasin du Nord og á síðustu árunum voru höfuðstöðvar hennar staðsettar í flaggskipversluninni á Oxford Street í Lundúnum. Hún seldi fatnað, snyrtivörur, heimilisvörur og húsgögn.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads