Denali-þjóðgarðurinn og verndarsvæði
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Denali-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska: Denali National Park and Preserve) er þjóðgarður og verndarsvæði í mið-Alaska og þekur svæðið umhverfis Denali, hæsta fjalls Norður-Ameríku. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1917 og er 24.500 km2 en 19.000 þeirra eru ekki í ríkiseigu. Áður hét þjóðgarðurinn Mount McKinley National Park en hann var stækkaður árið 1980. Á verndarsvæðinu (preserve) eru veiðar leyfðar.



Trjálína er í 760 metrum svo að megnið af þjóðgarðinum er túndra. Hreindýr, grábjörn, svartbjörn og elgur eru meðal stærri spendýra. Spói og rjúpa eru meðal fugla sem hafast við þar á sumrin. Ránfuglar eru t.d. ugla, fálki og gullörn. Bannað er að fóðra villt dýr á svæðinu. Vegir eru af skornum skammti í þjóðgarðinum. Þeir sem vilja klífa fjallið Denali þurfa leyfi til þess.
Remove ads
Heimild

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Denali-þjóðgarðurinn og verndarsvæði.
Fyrirmynd greinarinnar var „Denali National Park and Preserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. nóv. 2016.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads