Diljá Pétursdóttir

íslensk söngkona From Wikipedia, the free encyclopedia

Diljá Pétursdóttir
Remove ads

Diljá Pétursdóttir (f. 15. desember 2001) er íslensk söngkona. Diljá hefur sungið í mörg ár. Hún keppti í Jólastjörnunni þegar hún var 11 ára.[1] Árið 2015 tók hún þátt í Ísland Got Talent aðeins tólf ára.[2] Diljá gekk í Verzlunarskóla Íslands og söng mörg lög í videonefndinni Rjóminn ásamt því að taka þátt í söngvakeppninni Vælið. Árið 2022 tók hún þátt í sænska Idolinu.[1]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...

Árið 2023 tók hún þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið „Lifandi inni í mér“.[3] Diljá sigraði keppnina með laginu „Power“ og keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision 2023 í Liverpool.[4] Hún endaði í 11. sæti í síðari undanriðlinum með 44 stig.[5]

Remove ads

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads