Dimebag Darrell
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Darrell Lance Abbott (f. 20. ágúst 1966 – d. 8. desember 2004), þekktur undir listamannanafninu Dimebag Darrell, var bandarískur gítarleikari sem þekktastur var fyrir að vera meðlimur þungarokkssveitarinnar Pantera. Hann er talinn einn áhrifamesti þungarokksgítarleikari allra tíma. [1]


Abbott var sonur kántríhljóðupptökustjórans Jerry Abbott og lærði á gítar 12 ára. Hann varð fljótt afar góður að spila og var beðinn um að hætta að taka þátt í gítarkeppnum á svæðinu þar sem hann bjó í Texas en hann vann allar keppnir sem hann tók þátt í.
Pantera gaf út fyrstu plötu sína árið 1983 þegar hann var 16 ára en þá var stíll sveitarinnar glysþungarokk. Síðar urðu áhrifin meira úr þrassi og Pantera spilaði stíl sem kenndur hefur verið við groove metal. Bróðir Abbotts, Vinnie Paul trommaði ávallt með honum og stofnuðu þeir hljómsveitina Damageplan þegar Pantera leystist upp. Í eina tíð var Dimebag boðið að ganga í Megadeth en það gekk ekki því hann vildi að bróðir sinn yrði líka meðlimur.
Á tónleikaferðalagi með Damageplan var Dimebag Darrell myrtur á sviði í Columbus, Ohio í desember 2004. Þrír aðrir létust í árás alvarlega geðveiks byssumanns. [2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads