Duggönd
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Duggönd (fræðiheiti: Aythya marila) er lítil kafönd sem lifir á Norðurslóðum. Hún verður fullvaxin um 50sm að lengd með 70-80sm vænghaf. Steggurinn er svartur með hvítt bak og vængi en kollan og ungir steggir eru brún á lit. Duggendur líkjast mjög skúföndum en eru ekki með skúf og auk þess ljósari á bak. Duggendur lifa aðallega á skeldýrum og vatnaplöntum. Egg dugganda og skúfanda hafa verið nytjuð.

Remove ads
Veiðar
Á Íslandi eru veiðar leyfðar á duggönd frá 1. september til 15. mars, en sáralítið er veitt af þeim á hverju ári.
Tenglar
- Endur (Náttúrufræðistofa Kópavogs) Geymt 7 mars 2016 í Wayback Machine
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads