The Ed Sullivan Show

From Wikipedia, the free encyclopedia

The Ed Sullivan Show
Remove ads

The Ed Sullivan Show var bandarískur skemmtiþáttur á sjónvarpsstöðinni CBS frá 20. júní 1948 til 28. mars 1971. Stjórnandi þáttarins var blaðamaðurinn Ed Sullivan sem vann áður hjá dagblaðinu New York Daily News. Þátturinn var sýndur á besta tíma á sunnudagskvöldum milli kl. 8 og 9 að austurtíma. Í þættinum komu fram skemmtikraftar af öllu tagi; klassískir tónlistarmenn, vinsælar hljómsveitir, ballettdansarar, leikarar og óperusöngvarar. Fyrirmyndin voru vaudeville-sýningar og margir fyrrum vaudeville-skemmtikraftar komu fram í þættinum.[1]

Thumb
Ed Sullivan með Bítlunum í febrúar 1964.

Upphaflega nefndist þátturinn Toast of the Town, en farið var að kenna hann við stjórnandann löngu áður en nafninu var formlega breytt árið 1955. Hann var sendur út í beinni útsendingu frá Maxine Elliott's Theatre í New York-borg til ársins 1968, þegar upptökur voru fluttar í tökuver CBS. Margir þekktustu tónlistarmenn 6. og 7. áratugarins komu fram í þættinum. Sem dæmi má nefna Elvis Presley, Bítlana, Dusty Springfield, the Jackson 5, the Rolling Stones, the Doors og fleiri. Kanadísku gamanleikararnir Wayne og Shuster komu 67 sinnum fram í þættinum.[2]

The Ed Sullivan Show var á dagskrá Kanasjónvarpsins á Íslandi frá 1957.[3]

Í desember 1964 voru leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik heiðursgestir í þættinum en þá voru þeir á ferðalagi um Bandaríkin.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads