Edda útgáfa
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Edda útgáfa er íslenskt bókaforlag sem rekur áskriftar- og bókaklúbba og gefur jafnframt út bækur fyrir almennan markað. Fyrirtækið var stofnað sem „Edda - miðlun og útgáfa“ með sameiningu Máls og menningar og Vöku-Helgafells 30. júní árið 2000.[1] Sameiningin var tilraun til að búa til stórt og öflugt bókaforlag sem myndi ráðast í verkefni á sviði nýmiðlunar auk bókaútgáfu og reksturs bókaklúbba. Þá réð Mál og menning yfir einni stærstu bókabúð landsins við Laugaveg en Vaka-Helgafell rak öfluga bókaklúbba. Bæði félögin voru með mikla útgáfustarfsemi. Fyrirtækið keypti Iðunni árið 2003 en hélt áfram útgáfu undir nöfnum forlaganna. Vaka-Helgafell hafði áður eignast Almenna bókafélagið eftir gjaldþrot þess árið 1996.[2]
Fljótlega komu upp miklir rekstarörðugleikar sem leiddu til þess að hópur athafnamanna með Björgólf Guðmundsson í broddi fylkingar kom með nýtt fjármagn inn í félagið og hóf endurskipulagningu þess.[3] Nafni fyrirtækisins var breytt og bókabúðirnar seldar til Pennans-Eymundssonar. Tímaritadeild Eddu, sem fylgt hafði Vöku-Helgafelli og gaf út tímaritin Iceland Review, Ský og Atlantica, var seld til Útgáfufélagsins Heims.[4] Nýmiðlunardeildin var lögð niður. Páll Bragi Kristjónsson varð framkvæmdastjóri.[5]
Árið 2007 var útgáfuhluti Eddu, og þar með forlögin Vaka-Helgafell, Mál og menning og Iðunn (en ekki Almenna bókafélagið) seld til sjálfseignarstofnunarinnar Máls og menningar - Heimskringlu sem var fyrir einn eigenda Eddu.[6] Mánuði síðar var Forlagið stofnað með sameiningu Máls og menningar og bókaforlagsins JPV. Eftir í Eddu urðu bókaklúbbarnir og Almenna bókafélagið. Edda gefur einnig út bækur fyrir almennan markað undir eigin nafni. Núverandi eigandi Eddu er Jón Axel Ólafsson.[7]
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads