Eldgosið við Litla-Hrút 2023

Eldgos á Reykjanesskaga From Wikipedia, the free encyclopedia

Eldgosið við Litla-Hrút 2023
Remove ads

Eldgosið við Litla-Hrút 2023 er eldgos sem hófst þann 10. júlí, síðdegis, við Litla-Hrút sem er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Sprunga opnaðist norðan við fjallið sem stækkaði ört og varð 900 metra löng. Eftir sólarhring minnkaði virknin og einangraðist hún í gíga og að lokum í einn gíg. Mikil gasmengun var á svæðinu og lokuðu yfirvöld aðgang að vegum fyrst um sinn. [1] Litlu síðar urðu miklir gróðureldar og svæðinu var lokað aftur. Það varð mesti mosabruni síðan skráningar hófust. [2] Gosmóðan náði allt til Vestfjarða.

Thumb
18. júlí.
Thumb
26. júlí, 2023.
Thumb
Eldgosið 11. júlí, 2023, frá Seltjarnarnesi.
Thumb
Mynd frá gervihnettinum Copernicus.

Þann 14. júlí sameinaðist hraunið úr gosinu hrauninu úr Meradölum. Fyrstu vikuna var framleiðsla gossins 2-3 sinnum meiri en í Geldingadölum 2021. [3]

Þar sem gangan að gosinu var lengri en í fyrri gosum á svæðinu og fólk sýndi af sér gáleysislega hegðun var ákveðið að loka fyrir aðgang að svæðinu á kvöldin og á nóttunni. [4]

Í byrjun ágúst hafði hraunframleiðsla minnkað verulega og ályktuðu jarðfræðingar að stutt væri í goslok. [5] Frá 5. ágúst var engin virkni í gígnum.

Hraunflæði í gosinu þakti 1,5 ferkílómetra.

Remove ads

Tengill


Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads