Elf
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Elf var bandarísk rokkhljómsveit sem stofnuð var í Cortland í New York-fylki árið 1967. Hún spilaði blúsrokk eða harðrokk. Sveitin hét fyrst Electric Elves, svo Elves og loks Elf árið 1972. Hljómsveitin lenti í bílslysi árið 1968 og lést gítarleikari sveitarinnar Nick Pantas í því.

Bassaleikari og trommari Deep Purple Roger Glover og Ian Paice kynntust sveitinni eftir að hafa séð hana á tónleikum og voru viðriðnir upptöku fyrstu plötu sveitarinnar. Glover hélt áfram og framleiddi næstu tvær plöturnar. Þeir buðu sveitinni að túra með Purple. [1]
Elf leystist upp árið 1975 þegar megnið af hljómsveitinni gekk í nýja hljómsveit Ritchie Blackmore, gítarleikara Deep Purple, Rainbow. Blackmore var orðinn þreyttur á stefnu Purple og hafði hrifist af söng Ronnie James Dio í Elf. Blackmore rak alla nema Dio eftir fyrstu plötu Rainbow.
Remove ads
Meðlimir
- Ronnie James Dio – söngur (1967–1975; dó 2010), bassi (1967–1973)
- Gary Driscoll – trommur (1967–1975; dó 1987)
- David Feinstein – gítar (1967–1973)
- Doug Thaler – (1967–1972), gítar (1968–1972)
- Nick Pantas – gítar (1967–1968; lést 1968)
- Micky Lee Soule – hljómborð, bakraddir (1968–1975)
- Craig Gruber – bassi (1973–1975; dó 2015)
- Steve Edwards – gítar (1973–1975)
- Mark Nauseef – ásláttur (1975)
Plötur
- Elf (1972)
- Carolina County Ball (1974)
- Trying to Burn the Sun (1975)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads