Elliðaár

From Wikipedia, the free encyclopedia

Elliðaár
Remove ads

Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s.

Staðreyndir strax Einkenni, Hnit ...
Thumb
Elliðaárstífla
Thumb
Útivistarsvæði við Elliðaárnar
Thumb
Elliðaár um 1900.

Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Árnar voru brúaðar fyrst árið 1893 og tók virkjun til starfa við árið 1921.[1] Í ánum veiðist lax og silungur. Það er hefð fyrir því að borgarstjóri Reykjavíkur veiði fyrsta laxinn á hverju sumri.

Remove ads

Tenglar

  • Elliðaármálin; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1947
  • Elliðaárdalur Geymt 19 október 2007 í Wayback Machine
  • „Eftir hvaða Elliða eru Elliðaár nefndar?“. Vísindavefurinn.
  • Rafstöðin við Elliðaár
  • 2600 laxar úr Elliðaárnum 1891 Morgunblaðið, 166. tölublað (26.07.1987), Blaðsíða 56
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads