Emily Procter
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Emily Mallory Procter (fædd 8. október 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: Miami og The West Wing.
Einkalíf
Procter er fædd og uppalin í Raleigh, Norður Karólínu. Útskrifaðist hún frá Ravenscroft School í Raleigh. Á meðan hún var við nám við East Carolina háskólann þá var hún meðlimur Alpha Delta Pi.[1] Eftir að hún fékk gráðu sína í blaðamennsku og dansi, þá fékk hún vinnu sem sjónvarpsveðurfréttamaður á WNCT-TV sjónvarpsstöðinni í Greenville, Norður-Karólínu.
Kom hún fram í Live Earth árið 2007, þar sem hún las (ásamt öðrum leikkonum) ritgerð skrifuð af Michelle Gardner-Quin þegar Gardner-Quinn var nemi við Vermont háskólann.[2]
Procter hefur haldið einkalífi sínu vel frá fjölmiðlum. Henni finnst gaman að ferðast með systur sinni, sem er atvinnukokkur, þá finnst henni gaman að hlaupa tvo tíma á dag, fimm sinnum í viku og hefur hún tekið þátt í mörgum hlaupum og maraþonum. Hún er mikill pókerspilari og lærði hún að gera það frá unga aldri og hefur hún tekið þátt í pókermótum.[3]
Remove ads
Ferill
Eftir að hafa fluttst til Los Angeles, þá útvegaði faðir hennar peninga til þess að stunda leikaranám í tvö ár. Áður en hún útskrifaðist, þá hafðu hún fengið smáhlutverk í myndum á borð við Jerry Maguire og Breast Men, þar sem hún lék á móti David Schwimmer og Chris Cooper. Kom hún einnig fram í þriðju seríu af Lois & Clark: The New Adventures of Superman, þar sem hún lék Lana Lang, þá fyrsta ljóshærða leikkonan til þessa. Einnig kom hún stuttlega fram í sjónvarpsmyndinni The Dukes of Hazzard: Reunion! sem Mavis. Lék hún líka í Body Shots sem Whitney.
Þá lék aukahlutverk sem aðstoðar Hvíta Húss lögfræðingurinn Ainsley Hayes í The West Wing. Þá kom hún fram sem ástarhugarefni fyrir Joey í Friends.
Hún er góð vinkona CSI: Crime Scene Investigation leikkonunnar Jorja Fox, sem ýtti henni út í það að taka hlutverkið sem Calleigh Duquesne í CSI: Miami, sem hún lék frá 2002-2012.[4]
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads