Evra

gjaldmiðill flestra aðildarríkja Evrópusambandsins From Wikipedia, the free encyclopedia

Evra
Remove ads

Evran (; ISO 4217 kóði: EUR) er opinber gjaldmiðill í 20 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þessi hópur ríkja er þekktur sem evrusvæðið[1] og telur um 350 milljónir borgara frá 2024. Evran er næststærsti gjaldmiðillinn á gjaldeyrismarkaði á eftir Bandaríkjadal. Ein evra skiptist í 100 sent.

Staðreyndir strax Evraευρώ, Land ...

Evrunni er stjórnað af Evrópska seðlabankanum í Frankfurt í samvinnu við seðlabanka aðildarríkja.

Evran er einnig notuð opinberlega af stofnunum Evrópusambandsins, ásamt fjórum evrópskum smáríkjum sem ekki hafa aðild að Evrópusambandinu, auk þess að vera einhliða notuð sem gjaldmiðill Svartfjallalands og Kosóvó. Utan Evrópu nota ýmis stjórnsýslusvæði sem tilheyra ríkjum Evrópusambandsins evru sem gjaldmiðil. Þess utan notuðu 240 milljónir manna utan Evrópu gjaldmiðla sem eru bundin við evruna.

Evran er önnur mesta notaða varasjóðsmynt heims á Bandaríkjadal, auk þess að næst mest gjaldmiðillinn á gjaldeyrismörkuðum heimsins eftir Bandaríkjadal. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er 20,48% af gjaldeyrisvarasjóðum heims í Evru og hefur farið hækkandi síðari ár. 61,94% af gjaldeyrisvarasjóðum er í Bandaríkjadal.[2]

Remove ads

Lönd sem nota evru sem gjaldmiðil

Thumb
  ESB ríki með evru (evrusvæðið)
  ESB ríki án evru
  ESB ríki með undanþágu frá myntsamstarfi
  Önnur ríki með evru (með samning)
  Önnur ríki með evru (án samnings)

Löndin sem nota evru sem gjaldmiðil eru oftast nær kölluð evrulöndin eða evrusvæðið.

Lönd innan Evrusvæðisins

Nánari upplýsingar Fyrrverandi gjaldmiðill, Kóði (ISO 4217) ...

Önnur lönd og svæði í Evrópu

Frönsk héruð utan Evrópu

Gjaldmiðlar ríkja utan Evrópusambandsins bundnir við Evru

Fyrir utan Evrusvæðið nota 22 lönd og yfirráðasvæði sem ekki tilheyra Evrópusambandinu, gjaldmiðla sem beint tengjast evru beint. Þar á meðal eru 14 ríki á meginlandi Afríku, tvö eyjaríki í Afríku, þrjú frönsku Kyrrahafssvæði og þrjú ríki á Balkanskaga, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría og Norður-Makedónía.

Remove ads

Seðlar og mynt

Thumb
Evruseðlar og mynt

Evran varð opinberlega til 1. janúar 1999 en þá aðeins sem rafrænn gjaldmiðill þar sem gengi gömlu gjaldmiðlanna var fryst. Seðlar og mynt komu hins vegar í umferð 1. janúar 2002. Gefin er út mynt í upphæðum 0,01€, 0,02€, 0,05€, 0,10€, 0,20€, 0,50€, 1€ og 2€ og seðlar í upphæðum 5€, 10€, 20€, 50€, 100€, 200€ og 500€. Útlit seðlanna er eins í öllum aðildarríkjum á meðan framhliðar myntarinnar er eins en bakhliðarnar mismunandi eftir útgáfulöndum. Seðlabanki Evrópu ákvað árið 2016 að allir 500€ seðlar yrðu teknir úr umferð fyrir árslok árið 2018. Ástæða ákvörðuninnar var sú að talið er að seðlarnir séu aðalega notaðir við skipulagða glæpastarfssemi. [4]

Remove ads

Stækkun Evrusvæðisins

Stækkun evrusvæðisins er í stöðugri framþróun og öll 28 ríki sambandsins, að Bretlandi og Danmörku undanskildu, eru skuldbundin því að taka upp evru á einhverjum tímapunkti en einnig munu allir framtíðarmeðlimir ESB taka upp evru og því er ljóst að að minnsta kosti 7 ríki til viðbótar stefna að upptöku evru í nánustu framtíð.

Króatía er það ríki sem síðast tók upp evru árið 2023.[5]

Heimild

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads