Flóðin í Evrópu 2021
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Í júlí og ágúst 2021 urðu víðtæk hamfaraflóð í Evrópu vegna óvenju mikilla úrhellisrigninga sem gengu yfir lönd allt frá Bretlandi til Rúmeníu og Tyrklands. Flóðin höfðu gríðarleg áhrif á samfélög, innviði og mannslíf, og að minnsta kosti 328 manns létust. Mest var tjónið í Þýskalandi, þar sem 184 létu lífið. Í Tyrklandi létust 58 og í Belgíu 41. Sambandslandið Rínarland-Pfalz varð verst úti í Þýskalandi en einnig varð mikill skaði í Norðurrín-Vestfalíu. Um 200.000 heimili misstu rafmagn, vegir og járnbrautir skemmdust og fjölmörg hús hrundu eða skemmdust alvarlega.


Í Belgíu voru íbúar í Liège, þriðju stærstu borgar landins, hvattir til að yfirgefa borgina þann 15. júlí, þar sem hætta var á að áin Meuse flæddi yfir bakka sína. Í Vallóníu urðu bæirnir Pepinster og Verviers hvað verst úti. Víða þurfti að bjarga fólki úr húsum með þyrlum og björgunarbátum, þar sem götur og brúarvegir höfðu horfið undir vatn.
Flóðin voru þau mannskæðustu í Evrópu frá árinu 1985, þegar stíflan í Val di Stava í Ítalíu brast og 268 létust.
Remove ads
Heimild
- Fyrirmynd greinarinnar var „2021 European floods“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. júlí. 2021.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads