Flauta (skip)

From Wikipedia, the free encyclopedia

Flauta (skip)
Remove ads

Flauta (úr hollensku: fluyt, borið fram „flæt“) var seglskip sem kom fram á Hollandi á 17. öld og var hannað sem flutningaskip með hlutfallslega mikið lestarrými. Flautum var ætlað að flytja farm á langferðum til Vestur- og Austur-Indía með lágmarksáhöfn. Flautur voru þannig með minna af fallbyssum til að auka geymslupláss og voru með bómur og blakkir til að flytja farminn til. Þessi skipstegund var mikið notuð af Hollenska Austur-Indíafélaginu á 17. og 18. öld.

Thumb
Hollenskar flautur um 1647.

Hönnun flautunnar byggðist á galíoninu og þversniðið var perulaga. Lestin var við vatnsborðið en efra þilfarið mjótt, meðal annars til að minnka Eyrarsundstollinn sem var reiknaður eftir flatarmáli efra þilfarsins. Flautur voru oft búnar fallbyssum, bæði til að verjast sjóræningjum og eins voru þær notaðar sem varaskip í hernaði.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads