Florence Arthaud

From Wikipedia, the free encyclopedia

Florence Arthaud
Remove ads

Florence Arthaud (28. október 19579. mars 2015) var frönsk siglingakona sem er þekktust fyrir að hafa sigrað einmenningssiglingakeppnina Route du Rhum yfir Norður-Atlantshaf árið 1990. Hún var kölluð „kærasta Atlantshafsins“. Hún fórst í þyrluslysi í Argentínu ásamt hnefaleikamanninum Alexis Vastine og sundkonunni Camille Muffat þar sem þau voru við upptökur á franskri útgáfu sjónvarpsþáttaraðarinnar Dropped.

Thumb
Florence Arthaud árið 2009.

Hún tók þátt í fyrstu útgáfu Route du Rhum árið 1978 og hafnaði í 11. sæti. Í sömu keppni árið 1986 fór hún af leið til að aðstoða Loïc Caradec sem hafði hvolft tvíbytnu sinni en fann hann ekki. Árið 1990 sló hún met Bruno Peyron í siglingu yfir Atlantshafið um nær tvo daga. Sama ár sigraði hún Route du Rhum-keppnina.

Árið 2010 missti hún ökuskírteini sitt fyrir ölvunarakstur og í kjölfarið missti hún marga af styrktaraðilum sínum. Árið 2011 féll hún fyrir borð á bát sínum við Korsíkuhöfða um miðja nótt en bjargaðist vegna GPS-merkisins úr farsíma sínum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads