Foringjarnir
Íslensk hljómsveit From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Foringjarnir er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð árið 1986. Meðlimir hennar voru í byrjun Þórður Bogason (söngvari), Einar Jónsson (gítar, bakraddir), Steingrímur Erlingsson (bassagítar), Jósep Sigurðsson (hljómborð,bakraddir) og Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur).[1]
![]() | Einn eða fleiri af höfundum þessarar greinar virðast eiga í nánum tengslum við umfjöllunarefni hennar. |
![]() |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
![]() |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Mögulega er vandamálið við síðuna skráð á Wikipedia:Stílviðmið og þar að auki: Flokka þarf í kafla. |
1986. Hitað upp fyrir Bonnie Tyler í Laugardalshöll í desember, þar tók Eiríkur Hauksson lag með hljómsveitinni sem gestasöngvari.
1987. Get ekki vakað lengur, kom út á kassettu til styrktar vímulausri æsku, og var svo á smáskífunni Komdu í partý ásamt laginu Dont tell me.
1987. Þátttaka í tónleikum til styrktar Amnesty International, kjarnorkulaus Norðurlönd.
1987. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu Komdu í partý 30. júlí 1987[2] og á sama ári var lagið Komdu í partý vinsælt og klifraði hátt á vinsældarlistum á Rás 2 og Bylgjunni.[3]
1987. Verslunarmannahelgin Gaukurinn Þjórsárdal, en sú útihátið var síðan blásin af vegna ekki nægjanlegrar miðasölu. Þá sló í gegn Húsafellshátíðin en Stuðmenn sáu um þann pakka
1988. Foringjarnir hituðu upp fyrir hljómsveitina Kiss sem kom til Íslands í ágúst það ár, þeir tónleikar voru í Reiðhöllinni í Víðidal.[4][5]
1989 var síðasta starfsárið og voru Foringjarnir þá mest í ballbransanum og náðu í lok sveitaballatímans. Þeir þvældust um allt land á Mercedes rútunni sinni, sem var merkt FORINGJARNIR með stórum stöfum.
Oddur F. Sigurbjörnsson var trommuleikari m.a. í Tappa Tíkarrass.[6] og hefur verið í mörgum hljómsveitum síðan m.a. Santiago, Næsland, Ebenezer og Siðasti Sjens
Jósep Sigurðsson spilaði í hljómsveitum eins og Fjörorka, Jötunuxar, Galíleó
Einar Jónsson var gítarleikari m.a. í hljómsveitunum Cobra, Demó, Tíví, Tívolí , Reykjavík, Stormsveitin, Þrumuvagninn, Drýsill
Einar fæddist 28. desember 1957 og lést 23. janúar 2025
Steingrímur Bjarni Erlingsson fæddist 15. janúar 1970 og lést 28. janúar 2023
Þórður stofnaði hljómsveitina Þrek 1981 og kom út eitt lag undir nafninu Þrymur, Einnig DBD, Rokkhljómsveit Íslands, þar sem margir landsþekktir tónlistarmenn kíktu við. Hljómsveitin F. sem gaf út smáskífu jólarokk 1985. Hljómsveitin Skytturnar þar var Þórður söngvari í byrjun en að henni komu einnig að hópur manna eins og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari, Sigurður Kristinsson gítarleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari, Magni F. Gunnarsson gítarleikari , Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari,
Eftir að Steingrímur yfirgaf Foringjana hófst leið að nýjum bassaleikara og komu nokkrir og leystu af tímabundið eins og þeir Jakob Smári Magnússon, Þórður Guðmundsson, Baldvin H. Sigurðsson
Gunnar Jónsson hljómborðsleikari leysti svo Jósep af þegar hann fór á sjóinn.
2013. Jólalag. Biðin eftir aðfangadegi . Foringjarnir Þórður, Jósep og Oddur unnu þetta í sameiningu. og fengu ýmsa til aðstoðar.
2017. Smáskífa NÓTT: Foringjarnir Þórður , Jósep og Oddur unnu þetta í sameiningu og nutu aðstoðar góðra manna.
Þar eru lögin NÓTT - LEYNDRMÁL og ÞÚ.
Að hljóðversvinnunnni í stúdíóinu hjá Gunnari Jónssyni og Þorgils Björgvinssyni komu m.a. Þráinn Árni Baldvinsson Gítar, Jakob Smári Magnússon Bassi, Gunnar Ingi Jósepsson Gítar, Sveinbjörn Grétarsson Gítar, Magni F. Gunnarsson Gítar. Úsetningar Jósep Sigurðsson og Addi 800 tók upp sönginn og mixaði og masteraði. Bjarni Bragi lagði svo lokahönd á verkið.
2024. Foringjarnir komu saman og héldu tónleika á landsmóti Snigla sem var haldið 4. júli 2024 í Varmalandi Borgarfirði. Þeir tónleikar voru til minningar um Steingrím bassaleikara en til stóð að koma saman en hann lést áður en það tókst. Einar gítarleikari komst ekki vegna veikinda svo að synir Jósa og Odds, Gunnar og Hlöðver sáu um gítarleikinn og Birgir Braga bassann.
2025. Nú eru Foringjarnir þrír að vinna að þremur nýjum lögum.
Remove ads
Útgefið efni
- Komdu í partý (1987)
- Biðin eftir aðfangadegi. 3. desember 2013
- Nótt 17. júní 2017
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads