Forth (á)
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Forth er á, 47 km að lengd, sem rennur um mitt Skotland. Ofan af borginni Stirling er áin kölluð Abhainn Dubh á gelísku en Uisge For fyrir neðan hana. Ós árinnar er grunnur, breiður fjörður sem heitir Firth of Forth. Margar brýr eru yfir ána: þær lengstu eru járnbrautarbrúin Forth-brúin (opnuð 1890), Forth-vegabrúin (opnuð 1964) og Queensferry-brúin (opnuð 2017).

Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads