Firth of Forth
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Firth of Forth (stundum kallaður Forthfjörður á íslensku,[1] gelíska: Linne Foirthe) er utan við ós árinnar Forth í Skotlandi, þar sem áin rennur í Norðursjó. Jarðfræðilega er Firth of Forth fjörður sem myndaðist á síðustu ísöld. Norðan við fjörðinn liggur Fife og sunnan við hann eru Vestur-Lothian, Edinborg og Austur-Lothian. Á tíma Rómverja var þetta svæði kallað Bodotria. Í firðinum eru nokkrar eyjar:
- Bass Rock
- Craigleith
- Cramondeyja
- Eyebroughy
- Fidra
- Inchcolm
- Inchgarvie
- Inchkeith
- Inchmickery
- The Lamb
- Mayeyja

Brýr eru yfir fjörðinn þar sem hann mætir ósum árinnar: Járnbrautarbrúin Forth-brúin (opnuð 1890), Forth-vegabrúin (opnuð 1964) og Queensferry-brúin (opnuð 2017).
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads