Franz Mixa

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Franz Mixa (3. júní 190216. janúar 1994) var austurrískur hljómsveitarstjóri og tónskáld.[1][2][3]

Mixa fæddist í Vínarborg og stundaði þar nám. Hann lærði við Tónlistarakademíuna í Vínarborg og lauk þaðan Kapellmeister-prófi árið 1927, og tveimur árum síðar lauk hann doktorsprófi frá Háskólanum í Vínarborg með ritgerð um klarínettið í verkum Mozarts.[4] Árið 1929 bauðst honum að sigla til Íslands til að undirbúa Hljómsveit Reykjavíkur undir tónleika á Alþingishátíðinni 1930. Starf hans í Reykjavík mæltist vel fyrir og árið 1930 stofnaði hann í félagi við Pál Ísólfsson Tónlistarskólann í Reykjavík. Þar kenndi hann á píanó auk tónsmíða og tónfræði allt til ársins 1938, en þá sneri hann aftur til Vínarborgar. Við starfi hans í Reykjavík tók Victor Urbancic, en hann þurfti þá að flýja land ásamt konu sinni, sem var gyðingaættar, og þremur börnum þeirra.[5]

Mixa gekk í þýska nasistaflokkinn meðan hann var staddur í Vínarborg hinn 16. janúar 1932, og varð þar félagi númer 782.617. Eftir að nasistar lögðu undir sig Austurríki tók hann við stöðu við Tónlistarháskólann í Graz en varð einnig fylkisstjóri Reichsmusikkammer, tónlistarráðs nasista, í Steiermark-fylki. Hann gegndi því starfi til ársins 1943 þegar hann var kvaddur í herinn. Eftir að friður komst á var Mixa í tvö ár stríðsfangi í Frakklandi.[6] Mixa var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var íslensk, Katrín Ólafsdóttir. Síðari kona hans var Hertha Töpper söngkona. Mixa fór á eftirlaun frá Graz árið 1957 og fylgdi konu sinni til München og bjó þar til dauðadags.[7]

Mixa samdi mikinn fjölda tónverka, þar á meðal þrjár óperur. Ein þeirra ber heitið Fjalla-Eyvindur og var flutt á Íslandi árið 1987. Einnig samdi hann fimm sinfóníur og yfir 100 sönglög.[8]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads