Erlulilja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Erlulilja (Fritillaria affinis) er jurt af liljuætt (Liliaceae).
Remove ads
Lýsing
Fritillaria affinis eru jurtkenndar plöntur, milli 10 og 120 sentimeter háar. Hinir stóru laukar þessarar tegundar eru þaktir kjötmiklum, sterkjuríkum laukflögum. Laukflögurnar eru smáar, 2-20 stk en geta orðið 50 eða fleiri.
Blöðin eru í 1 - 4 hvirfingum og 2-8 stök blöð. Þeir eru raðað andspænis hver öðrum og eru lensu- til sporöskju-laga. Hvert blað er á milli 4 og 16 sentimetra langt en er venjulega styttra en blómin.
Blómin eru lútandi og ilma vel. Hún blómstrar á vorin. Blómin eru 1-4 cm, gulleit eða græn-brún með miklu af gulum dröfnum,til fjólublá-svört með smá dröfnum eða gul-græn með fjólubláum dröfnum.
Krómosómatalan 2n = 24, 36, 48. Það þekkist að F. affinis myndi blendinga í náttúrunni við Fritillaria recurva.
Remove ads
Útbreiðsla
Dreifingu er frá vesturhluta Norður-Ameríku um Bresku Kólumbíu, Kaliforníu, Idaho, Montana, Oregon og Washington. Fritillaria affinis dafnar í eik eða furu skógum, eða graslendi á bilinu 0-1800 metra hæð yfir sjávarmáli.
Það eru tvö afbrigði:
Fritillaria affinis var. affinis
Fritillaria affinis var. tristulis
Ræktun og nytjar
Kýs láglendi, skugga eða hálfskugga, þurran sumardvala og gott frárennsli. Samkvæmt sumum heimildum er hún erfið í ræktun, en aðrir segja hana eina auðveldustu vepjuliljuna til ræktunar. Ræturnar eða laukarnir eldaðir eru bragðgóðir og næringarríkir.
Heimildir
- Flora of North America, Bindi 26, Síða 166 Online Zugriff am 7. Dezember 2009
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads