Gaukalilja
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gaukalilja (fræðiheiti: Fritillaria pallidiflora) er Asísk tegund blómstrandi plantna í liljuætt.
Remove ads
Útbreiðsla
Útbreiðslusvæði hennar er Xinjiang, Kyrgyzstan og Kazakhstan.[1][2][3] Vex upp að 1300-2500 metrum í fjallaskógum, gresjum og steppum.
Útlit
Laukur egglaga með tveimur laukblöðum allt að 4 cm í ummál. Stöngull blágrádöggvaður, uppréttur og allt að 38 cm á hæð. Með stór endastæð gul lútandi blóm, oftast 2 - 10 saman með vægri fýlu. Blöðin stakstæð og lensulaga.[1][4][5][6][7] Hún blómstrar í maí.
Notkun
Nokkuð til í görðum á Íslandi, hefur reynst harðger, til dæmis í Lystigarði Akureyrar og Grasagarði Reykjavíkur, sáir sér þó nokkuð.[8]
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads