G77

From Wikipedia, the free encyclopedia

G77
Remove ads

G77 er hópur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem flokkast sem þróunarlönd. Markmið hópsins eru að kynna efnahagsmarkmið þessara landa og bæta samningsstöðu þeirra með samstarfi ríkja frá hnattræna suðrinu.[1] Stofnríki G77 þann 15. júní 1964 voru 77 talsins, en síðan þá hefur hópurinn stækkað og telur nú 134 ríki.[2]

Thumb
Þriðji leiðtogafundur G77 og Kína í Úganda 2024.

Hópurinn var stofnaður af 77 hlutlausum ríkjum í tengslum við Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun.[3] Fyrsti fundur ríkjanna var í Alsír 1967 þar sem „Alsírsáttmálinn“ var samþykktur. G77 er með starfshópa í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og helstu stofnunum þeirra. Einn af þessum starfshópum er G24 stofnaður árið 1971 til að samræma stefnu þróunarlanda í efnahagsmálum.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads