Gary Dourdan

From Wikipedia, the free encyclopedia

Gary Dourdan
Remove ads

Gary Dourdan (fæddur Gary Robert Durdin; 11. desember 1966) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Warrick Brown í sjónvarpsseríunni CSI: Crime Scene Investigation.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Dourdan fæddist í Fílafelfía, Pennsylvania og hefur Afrískt-Amerískt, Frumbyggja, Skoskt-Írskt, Franskt og Gyðinga ætterni í sér.[1]

Dourdan er næst yngstur af fimm börnum, þegar hann var 6 ára þá var eldri bróðir hans Darryl myrtur á ferðalagi í Haiti; málið er enn ólokið.[1] Flutti hann með fjölskyldu sinni til Willingboro í New Jersey þegar hann var ungur. Á þeim tíma þá byrjaði áhugi hans á leiklist, tónlist og sjálfvarnarlist. Seinna þá flutti Dourdan til New York og vann sem dyramaður við æfingastúdíó þar sem hann kynntist mörgum af efnilegum ungum listamönnum á Manhattan.

Dourdan giftist módelinu Roshumba Williams árið 1992; skildu þau síðan tveimur árum síðar.[2] Hann á tvö börn: soninn Lyric og dótturina Nyla. Móðir Lyric's er Cynthia Hadden og móðir Nyla's er Jennifer Sutton, sem Dourdan átti í sambandi með frá 1995 til 2000.[3]

TV Guide valdi hann sem kynþokkafyllsti CSI leikarinn í sjónvarpi árið 2008.[4]

Í kasti við lögin

Árið 2005 hélt Dourdan fram sakleysi sínu af minniháttar barsmíði gagnvart fyrrverandi kærustu sinni Anne Greene sem sakaði hann um nauðgun og barsmíðar. Honum var skilt að halda sig frá Greene og fara í ofbeldisráðgjöf. Árið 2006, Dourdan fór í mál við Greene og óskaði eftir $4 million bandaríkjadala, fyrir rógburð og tilfinningalega þjáningu[5] Ekkert varð úr málinu þar sem því var vísað frá dómi.

Þann 28. apríl 2008 var Dourdan handtekinn í Palm Springs í Kaliforníu fyrir að hafa undir höndunum heróí, kókaín, alsælu og lyfseðilsskyld lyf. .[6][7] Samkvæmt lögreglustjóranum Sgt. Mitch Spike hjá Palm Spring lögreglunni,[8] að klukkan 5:12 a.m. á mánudaginn, þá sá lögreglumaður að bíll Dourdan's var lagður vitlausum megin á götunni, með innri ljós á og einhvern sofandi í bílnum. Dourdan var fluttur í Palm Springs fangelsið og var leystur út fyrir $5000 tryggingu.[9] Í netpósti á Access Hollywood, þá segir hann að lyfi séu fólks sem hann hafði tekið með sér á Coachella Music Festiva VIP eftir-partýið.[10][11] Samt sem áður sögðust bæði vinir og samleikarar hans ekki vera hissa á handtöku hans. [12] Hann játaði glæp sinn og þurfti hann að fara í eiturlyfja prógram í staðinn fyrir fangelsisdóm sem hann hefði geta fengið.[13]

Remove ads

Ferill

Dourdan spilaði með nokkrum tónlistarböndum í New York City í byrjun níunda áratugarins og lék í svæðisleikhúsunum í kringum þriggja-ríkja svæðið. Fyrsta stóraverkefni hans var þegar Debbie Allen réði hann sem Shazza Zulu í A Different World, fékk hann það eftir að hún hafði séð hann á spólu leika í framúrstefnulegu leikriti. Dourdan lék persónuna Christie í Alien Resurrection frá 1997. Kemur einnig fram í kvikmyndunum Playing God og Thursday. Lék hann í Dick Wolf framleiðslunni á Swift Justice og hafði endurtekið aukahlutverk í sjónvarpsseríunni Soul Food þangað til að hann fékk hlutverkið sem Warrick Brown í CSI: Crime Scene Investigation. Árið 2007, þá lék hann kærasta Rowena Price (leikin af Halle Berry), í kvikmyndinni Perfect Stranger.

CSI: Crime Scene Investigation

Þekktasta hlutverk Dourdan's er sem CSI-rannsóknarmaðurinn Warrick Brown í CSI sjónvarpsseríunni Árið 2008 þá komu fram fjölmiðlaumfjallanir um samning Dourdan's við CSI. Hvorugir aðilar komust að niðurstöðu sem endaði með því að samningur hans var ekki endurnýjaður fyrir nýtt ár. Þann 14. apríl 2008 þá var tilkynnt að Dourdan væri að yfirgefa þáttinn.[14] Í lokaþætti í áttundu þáttaröð var persóna Dourdans skotin og látinn liggja í blóði sínu í enda þáttarins. Í fyrsta þætti í níundur þáttaröð er sýnt þar sem persóna Dourdans deyr í örmum samstarfsmanns og vinar síns, Grissoms.[15]

Tónlist og tónlistamyndbönd

Dourdan lék kærasta Janetar Jackson í tónlistarmyndbandinu Again frá 1993. Einnig kom hann fram í tónlistamyndbandinu „Move the Crowd“ eftir Eric B. and Rakim.

Dourgan tók þátt með hip hop listamanninum Darryl McDaniels (DMC) á sviði á Live 8 tónleikunum í Barrie, Ontario, Kanada. Einnig söng hann með Macy Gray á 2005 Emmy-verðlaununum.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Image verðlaunin

Screen Actors Guild verðlaunin

Alþjóðlega Seattle kvikmyndahátíðin

  • 2000: Verðlaun sem besti leikhópur fyrir The Weekend


Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads