Geitin sjálf
Íslenskur tónlistarmaður og annar helmingur dúósins Clubdub From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Aron Kristinn Jónasson (f. 16. janúar 1995), þekktur sem Geitin sjálf, er íslenskur tónlistarmaður og var annar tveggja meðlima raftónlistartvíeykisins ClubDub.
Remove ads
Tónlistarferill
Tónlistarferill Arons hófst árið 2013 þegar hann söng nokkur lög í nefndinni 12:00 í Verzlunarskóla Íslands.[1]
Árið 2018 stofnaði Aron raftónlistartvíeykið ClubDub ásamt vini sínum Brynjari Barkasyni en þeir voru einmitt saman í 12:00. Þeir gáfu út fyrstu plötuna Juice Menu vol. 1 sem innihélt 7 lög, þar frægast var lagið „Clubbed up“. Þeir gáfu út plötuna í miðjum júní 2018, helgina eftir það var þeim boðið að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni.[1] Sama ár gáfu þeir út lagið „Eina sem ég vil“ ásamt rapparanum Aron Can.[2] Árið 2019 gáfu þeir út stuttskífuna Tónlist, þar var frægasta lagið „Aquaman“ sem þeir gerðu ásamt Salsakommúnunni og hefur verið spilað 1,8 milljón sinnum á Spotify.[3] Árið 2020 gáfu þeir út lagið „Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar“.[3]
Remove ads
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads