George Martin
Enskur upptökustjóri (1926–2016) From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sir George Henry Martin (3. janúar 1926 – 8. mars 2016) var enskur upptökustjóri, tónskáld, og tónlistarmaður. Hann var almennt kallaður „fimmti Bítillinn“ vegna mikillar aðildar hans að fyrstu hljómplötum Bítlanna.[1][2] Þekking Martin í tónlist hjálpaði hljómsveitinni í upphafi.[3] Mest af hljóðfæraútsetningu þeirra var samin eða flutt af Martin þar sem hann spilaði á píanó eða hljómborð á mörgum lögunum þeirra.[4] Samstarf þeirra leiddi af sér vinsælar plötur með nýstárlegum hljómum, eins og Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (1967) sem varð fyrsta rokkplatan til að vinna Grammy-verðlaun fyrir plötu ársins.[5]
Ferill Martin spannaði yfir sex áratugi í tónlist, kvikmyndum, sjónvarpi og sýningum. Áður en hann vann með Bítlunum og öðru popp tónlistarfólki var hann yfir EMI útgáfunni Parlophone. Verk hans ásamt öðrum rokk hópum úr Liverpool á miðjum 7. áratugnum hjálpuðu Merseybeat stefnunni að ná vinsældum.[6] Árið 1965 hætti hann störfum hjá EMI og stofnaði sitt eigið framleiðslufyrirtæki, Associated Independent Recording.
AllMusic hefur lýst Martin sem „frægasta upptökustjóra heims“.[7] Á ferlinum hans framleiddi Martin 30 smáskífur sem komust efst á vinsældalista í Bretlandi og 23 í Bandaríkjunum, ásamt þess að hafa unnið sex Grammy-verðlaun.[8]
Remove ads
Útgefið efni
- Off the Beatle Track (1964 Parlophone PCS 3057)
- By Popular Demand, A Hard Day's Night: Instrumental Versions of the Motion Picture Score (19. febrúar 1964, United Artists)
- George Martin Scores Instrumental Versions of the Hits (1965)
- Help! (1965, Columbia TWO 102)
- ..and I Love Her (1966, Columbia TWO 141)
- George Martin Instrumentally Salutes The Beatle Girls (1966)
- The Family Way (1967)
- British Maid (1968, United Artists SULP 1196, gefin út í Bandaríkjunum sem London by George)
- Yellow Submarine (hlið eitt: The Beatles, hlið tvö: The George Martin Orchestra, 1969)
- By George! (1970, Sunset SLS 50182, endurútgáfa af British Maid)
- Live and Let Die (framleiðandi fyrir lag Paul McCartney, 1973)
- Beatles to Bond and Bach (1974)
- In My Life (1998)
- Produced by George Martin (2001)
- The Family Way (2003)
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads