Gerald McCullouch
bandarískur leikari og kvikmyndagerðarmaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gerald McCullouch (fæddur 30. mars 1967) er bandarískur leikari, leikstjóri, handritshöfundur og söngvari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í CSI: Crime Scene Investigation sem Bobby Dawson.
Einkalíf
McCullouch fæddist í Huntsville, Alabama í Bandaríkjunum og er af írskum og skoskum uppruna. Fyrsta hlutverk hans fékk hann aðeins aðeins 16 ára sem söngvari í vestrarevíu við Six Flags Over Georgia. Hafnaði hann námsstyrk við Savannah College of Art and Design til þess að stunda nám við Ríkisháskólann í Flórída á BFA Musical Theatre-námsbrautinni. Eftir að hafa lifað af alvarlegt bílslys á öðru ári sínu sem skildi hann eftir í dauðadái, þá byrjaði hann feril sinn í Atlanta, Georgíu. McCullouch kom fram sem uppistandari á hinum fræga stað Improv.
McCullouch er samkynheigður og hefur bæði leikstýrt og leikið í mörgum samkynheigðum uppfærslum.
Remove ads
Ferill
Fyrsta hlutverk McCullouch var í sjónvarpsþættinum In the Heat of the Night frá árinu 1990. Hefur síðan þá komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við: Melrose Place, NCIS og Law & Order: Special Victims Unit. Hann hefur frá árinu 2000 verið með reglulegt gestahlutverk í CSI: Crime Scene Investigation sem skotvopnasérfræðingurinn Bobby Dawson.
McCullouch leikstýrði verðlauna-stuttmyndinni The Moment After frá 2002, sem fékk góðar viðtökur og var sýnd á hátíðum um heim allan.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Leikstjóri
- 2002: The Moment After
Handritshöfundur
- 2002: The Moment After
Verðlaun og tilnefningar
Fort Worth Gay and Lesbian alþjóðlega kvikmyndahátíðin
- 2003: Verðlaun sem besta stuttmyndin fyrir Quintessence
Rhode Island alþjóðlega kvikmyndahátíðin
- 2002: Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina fyrir The Moment After
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Gerald McCullouch“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. apríl 2011.
- Gerald McCullouch á IMDb
- Heimasíða Gerald McCullouch
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads