Gimli

From Wikipedia, the free encyclopedia

Gimli
Remove ads

Gimli er sveitarfélag og kaupstaður í Manitoba-fylki í Kanada. Gimli er staðsett við Winnipegvatn og 75 km norður af Winnipeg sem er höfuðborg Manitoba. Gimli er stundum kallað „Höfuðstaður Nýja Íslands“.

Thumb
Gimli Waterfront Centre

Íslendingar komu þangað fyrst 21. október 1875. Þangað fluttist stór hópur Íslendinga sem eru kallaðir Vesturfarar.

Remove ads

Saga

Sveitarfélagið Gimli var stofnað í október árið 1875. Það var hluti af Northwest Territories rétt við Manitoba-fylki. Manitoba var stækkað árið 1881 og var hluti af Manitoba. Það var formlega tekið inn í Manitoba 1887. Árið 1876 geysaði slæm bólusótt í sveitarfélaginu. Þann 23. júlí 1983 komst sveitarfélagið í heimspressuna vegna Gimli Glider-atburðarins.

Hátíðardagar

  • Gimli Kvikmyndahátíð, stofnuð af Jóni Gustafsson þegar hann var að taka upp myndina Kanadiana. Fyrsta myndin sem var sýnd var Tales From the Gimli Hospital eftir Guy Maddin. Aðrir stofnendur: öldungadeildarþingmaðurinn Janis Johnson og kvikmyndagerðarmennirnir Caelum Vatnsdal og Matt Holm.
  • Íslendingadagurinn í Gimli (Icelandic Festival of Manitoba) er árleg hátíð sem aðal hátíð fólks af íslenskum uppruna í Kanada. Hann er jafnan haldinn hátíðlegur fyrstu helgina í ágúst. Fyrsta íslendingahátíðin í Norður-Ameríku var haldin í Milwaukee árið 1874. Fyrsta íslendingahátíðin í Manitoba var haldin í Winnipeg árið 1890; hún var haldin þar árlega fram til 1931 en hefur verið haldin í Gimli frá 1932.[1] Fjallkonan í Gimli var fyrst valin árið 1924, þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Mikil dagskrá er í tilefni dagsins en hápunktur er skrúðganga þar sem fjölmargir hópar Vestur-Íslendinga taka þátt. Fjallkona er útnefnd árlega og er þá kona valin sem hefur verið í tengslum við Ísland og frætt aðra um sögu forfeðranna á Íslandi og viðhaldið íslenskri menningu og þjóðararfi. Á hátíðinni situr fjallkonan á hásæti sínu, klædd í hvítum kjól og  grænum skikkju, gullbelti, háum höfuðfati og hvítum slæðum sem falla niður að mitti. Hvíti kjóllinn táknar jöklarna og græna skikkjan sveitina. Höfuðbúnaðurinn snæviþakin fjöllin og í kórónunni er skjaldarmerkið. [2]
Remove ads

Frægir einstaklingar frá Gimli

  • David Arnason - Rithöfundur og prófessor við Háskóla í Manitoba fæddur í Gimli.
  • Leo Kristjanson - Hagfræðingur og forseti Háskóla í Saskatchewan frá 1980-89.
  • Vilhjálmur Stefánsson - Þjóðháttafræðingur og landkönnuður fæddur í Árnes rett hjá Gimli.
  • Eric Stefanson - Stjórnmálamaður Progressive Conservative fæddur í Gimli.
  • W. D. Valgardson - Rithöfundur og prófessor við Háskóla í British Columbia fæddur í Gimli.
  • George Johnson - Læknir og stjórnmálamaður, var Menntamála- og heilbrigðiráðherra í Manitoba .

Tilvísanir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads