Vatnafurur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Vatnafurur
Remove ads

Vatnafurur (fræðiheiti: Glyptostrobus) er furutegund af grátviðarætt (Cupressaceae) (áður Taxodiaceae). Eina núlifandi tegund vatnafura er tegundin Glyptostrobus pensilis sem er upprunnin í regnskógum í suðaustur Kína. Ættkvíslin hafði áður mun meiri útbreiðslu, þakti mestallt norðurhvel á Paleósen og Eósen. Elstu þekktu steingervingarnir eru síðan á krítartímabilinu, frá Norður-Ameríku. Hún fékk sitt núverandi útbreiðslusvæði fyrir, og um Pleistósen ísaldirnar.[3] Könglar evrópuvatnafuru (Glyptostrobus europaeus) hafa fundist í setlögum á Íslandi.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tegundir ...

Eina núlifandi tegundin (Glyptostrobus pensilis) vex á árbökkum og í vötnum og á fenjasvæðum og getur vaxið upp í vatni sem er allt að 60 sm djúpt. Tegundinni var næstum útrýmt því hún var eftirsótt fyrir harðan endingargóðan og ilmandi við en einnig tíðkast að gróðursetja hana meðfram bökkum á hrísökrum því ræturnar draga úr jarðvegseyðingu.

Remove ads

Tenglar

  • „Hver var fyrsta plantan á Íslandi?“. Vísindavefurinn.
  • Gymnosperm Database: Glyptostrobus
  • Arboretum de Villardebelle: photo of cone

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads