Guðni Baldursson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Guðni Baldursson (4. mars 19507. júlí 2017[1]) var fyrsti formaður Samtakanna ’78. Hann gengdi því hlutverki á árunum 1978-1986.

Guðni átti stóran þátt í lagalegum betrumbótum á réttindum hinsegin fólks á Íslandi.[2]

Ævi

Guðni fæddist í Reykjavík þann 4. mars árið 1950. Foreldrar hans voru Baldur Aspar prentari og Þóra Guðnadóttir móttökuritari. Guðni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970 og námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1976. Hann starfaði fyrir Hagstofuna og síðar Þjóðskrá Íslands í hátt í 40 ár.[3]

Guðni var á meðal stofnfélaga Samtakanna '78 og var fyrsti formaður samtakanna. Hann var einnig stofnfélagi í Alnæmissamtökunum (síðar HIV Ísland) og sat í stjórn þess félags í rúm 30 ár. Hann var einnig fyrsti opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn til þess að bjóða sig fram í Alþingiskosningum en hann tók sæti á lista Bandalags jafnaðarmanna vegna alþingiskosninganna árið 1983. Guðni lagði áherslu á að framboð hans væri ekki vegna persónulegs metnaðar heldur hluti af baráttu samkynhneigðra fyrir sýnileika og jafnrétti. Til að undirstrika það var ósk Guðna sú að hann yrði ekki titlaður viðskiptafræðingur á framboðslistanum heldur formaður Samtakanna '78.[4]

Lífsförunautur hans, Helgi Viðar Magnússon dó árið 2003 en þeir hófu sambúð árið 1979.[3]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads