Gulli byggir
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Gulli byggir eru íslenskir sjónvarpsþættir í stjórn leikarans og húsasmíðameistarans Gunnlaugs Helgasonar þar sem fylgst er með framkvæmdum á heimilum fólks.[1][2]
Staðreyndir strax Tegund, Höfundur ...
Gulli byggir | |
---|---|
Tegund | Raunveruleikasjónvarp |
Höfundur | Gunnlaugur Helgason |
Fjöldi þáttaraða | 9 |
Loka
Þáttaraðir
Þáttaröð 1 (2014)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
1 | 1 | Sýslumannshúsið í Stykkishólmi | 13. september 2014 | Hjónin Ragnar Már og Þórný gera upp gamla sýslumannshúsið í Stykkishólmi, byggt 1896. |
2 | 2 | Þvottahúsi breytt í Árbænum | 20. september 2014 | Rakel og Konni gera upp gamalt þvottahús í Árbænum með nútímalegum blæ. |
3 | 3 | Húsið rís í Skerjafirði | 29. september 2014 | Grétar Sigfinnur byggir hús frá grunni fyrir sex manna fjölskyldu sína. |
4 | 4 | Svalahandrið í Goðheimum | 6. október 2014 | Adda fær steinsmið til að steypa nýtt svalahandrið á húsi frá 1960. |
5 | 5 | Eldhús í Langagerði | 13. október 2014 | Hjónin Ólafur Sveinn og Anna Þóra stækka og færa eldhús, og skipta um hitakerfi. |
6 | 6 | Sólstofa í Grafarvoginum | 20. október 2014 | Bjarni og Elsa breyta palli í sólstofu og fá ráð um að lækka rafmagnsreikning. |
7 | 7 | Baðherbergi á Dalvík - Fyrri hluti | 27. október 2014 | Nú er komið að síðasta verkefni fyrstu þáttaraðar af Gulla byggi. Hér sjáum við breytingar á baðherbergi á Dalvík hjá hjónunum Aðalheiði. Baðherbergið þeirra hefur litið eins út frá því að þau keyptu það fyrir yfir þrjátíu árum. Nú hentar það þeim ekki vel þar sem Jóhann er nú lamaður á einni hlið líkamans vegna heilablæðingar og kemst ekki upp úr baðkarinu án aðstoðar. |
8 | 8 | Baðherbergi á Dalvík - Seinni hluti | 3. nóvember 2014 | Hér höldum við áfram að fylgjast með baðherbergi þeirra Aðalheiðar og Jóhanns á Dalvík. Við sjáum að sjá lokaafurðina: baðherbergi sem hentar Jóhanni með sturtu og hornbaðkari. |
Loka
Þáttaröð 2 (2016)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
9 | 1 | Baðherbergi - Hulda og Gassi 1 | 22. ágúst 2016 | Hér kynnumst við hjónunum Hulda og Gassi í Grafarvogi. Þau vilja gera upp baðherbergið sitt en eru í þeirri erfiðu stöðu að vera ekki alveg sammála um hvernig það eigi að líta út. Í þessum þætti sjáum við Gulla og Gassa rífa út allar gömlu innréttingarnar. |
10 | 2 | Baðherbergi - Hulda og Gassi 2 | 29. ágúst 2016 | Við höldum áfram að fylgjast með framkvæmdum á baðherbergi hjá Gassa og Huldu í Grafarvogi. Við fylgjumst með þegar sturtubotninn er steyptur, gólfið flotað og þrátt fyrir smá mælingabras þá tekst að ljúka verkinu með glæsibragði ! |
11 | 3 | Estor og Alexander á 4. hæð - Fyrri hluti | 5. september 2016 | Hjónin Ester og Alli eru nýbúin að kaupa íbúð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Þau vilja ná að gera íbúðina upp þannig hún henti þeim og þremur ungum dætrum þeirra, og ætla m.a. að færa eldhúsið og laga hættulegan stiga ásamt því helsta sem fylgir íbúðakaupum. |
12 | 4 | Estor og Alexander á 4. hæð - Seinni hluti | 12. september 2016 | Hér sjáum við áframhaldið af framkvæmdum Esters og Alla. Að lokum fáum við að sjá lokaafurðina: nýjar innréttingar og hvítt og stílhreint útlit á íbúðinni. |
13 | 5 | Baðherbergi í Höfnum 1 - Fyrri hluti | 19. september 2016 | Gulli fer suður til kvikmyndagerðarmannsins Garúnar í Höfnum. Hún býr í eldgömlu húsi en það er hvorki meira né minna en hundrað ára gamalt. Helsta verkefnið er að laga baðherbergið, sem Garúnu þykir fremur ósmekklegt, en í þeim framkvæmdum kemur í ljós að baðherbergið morandi í myglu. |
14 | 6 | Baðherbergi í Höfnum 1 - Seinni hluti | 26. september 2016 | Hér höldum við áfram að sjá Garúnu tækla myglusveppinn heima hjá sér. Í lokin heyrum við í Garúnu og hún segir að heilsan er orðin töluvert betri eftir að hún náði að losa sig við mygluna. |
15 | 7 | Silja Úlfarsdóttir | 3. október 2016 | Ein hraðasta kona Íslands, Silja Úlfarsdóttir, fær aðstoð Gulla við að gera upp herbergi stráka sinna. Hún viðurkennir sjálf að hún er ekki feikilega handlaginn en sýnir heilmikil framför þegar litið er á lokaafurðin: tvö glæsileg barnaherbergi með Minecraft þema. |
16 | 8 | Dísa og Biggi | 10. október 2016 | Hér sjáum við hjónin, Dísu og Bigga í Gerðum, taka húsið sitt í gegn að utan. Það er gera upp flest en nú þarf að láta það líta vel út og laga þakið. |
17 | 9 | Arnar og Hólmfríður í Svarthömrum | 17. október 2016 | Við lítum inn í nýju íbúð þeirra Hófí og Arnars. Þar þarf að taka allt í gegn, skipta um allt og laga. Meðal verkefnanna er að setja inn einangrun en hún var ekki í öllum veggjum þegar þau fengu íbúðina. Að lokum er íbúðin gjörbreytt með nýju eldhúsi og nýju baði. |
18 | 10 | Hlíðargerði 14 - Fyrri hluti | 24. október 2016 | Gulli lítur inn til Einars og Maríu í Hlíðargerði. Þau eru nýbúin að kaupa sér hús þar á góðu verði en með þeim skilyrðum að það þarf nánast að taka allt húsið í gegn og má segja að steypan verði það eina sem verður eftir. Þau vonast til að getað gert flest sjálf en sem betur fer er Einar er vélstjóri og handlaginn. |
19 | 11 | Hlíðargerði 14 - Seinni hluti | 31. október 2016 | Áframhald af húsi Einars og Maríu í Hlíðargerði. Hér sjáum við gluggaskipti, flot á gólfum og baráttu við raka og myglu. Hjónin viðurkenna að þetta hafi ekki gengið alveg eins og þau ætluðu sér en segja að þetta sé enn draumaheimili þeirra. |
20 | 12 | Samantekt | 7. nóvember 2016 | Að þessu sinni er þátturinn þrískiptur. Fyrst heyrum við hvernig parket er gert upp og næst Gulli lítur við hjá Ómari Úlfi. Hann þarf smá aðstoð að ljúka við verkefni og vill lýsa upp horn á pallinum sínum. Að lokum heimsækir Gulli gamlar slóðir á Stykkishólmi, til Þórnýjar og Ragnarar úr fyrstu þáttaröð, en þau hafa sannarlega gert gamla sýslumannshúsið að heimili. |
Loka
Þáttaröð 3 (2017)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
21 | 1 | Gunnar og Björg í Hafnarfirði | 25. september 2017 | Hér í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar lítur Gulli í húsið þeirra Gunna Helga og Björk Jakobs á Stekkjarhvammi í Hafnarfirði. Þau eru löngu búin að taka neðri hæðina í gegn og nú er kominn tími á efri hæðina. |
22 | 2 | Hús í Mosfellsbæ - fyrri hluti | 2. október 2017 | Hús þeirra Sóleyjar og Gústafs í Mosfellsbæ tekið í gegn. Þau búa þar ásamt þremur sonum sínum en það þarf að aðlaga heimilið að þörfum yngsta sonarins, Steina, sem er fatlaður og notar göngugrind. Eins og húsið er núna þá kemst hann ekki um allt húsið og því um að gera að skella sér í framkvæmdir. |
23 | 3 | Hús í Mosfellsbæ - seinni hluti | 9. október 2017 | Í þessum þætti höldum við áfram að fylgjast með framkvæmdum hjá Sóleyju og Gústafi. Lokaafurðin er stórglæsileg og veitir syni þeirra, Steina, mun meira sjálfstæði inn á eigin heimili. |
24 | 4 | Hús í Miðvangi - fyrri hluti | 16. október 2017 | Gulli lítur til Ásthildar og Kristins sem eru nýkomin heim frá Sviss. Þau hafa keypt sér einbýlishús í Hafnarfirði og langar að gera húsið að sínu og ljóst er að það er þörf á að taka það hressilega í gegn. |
25 | 5 | Hús í Miðvangi - seinni hluti | 23. október 2017 | Áframhald hús þeirra Ásthildar og Kristins. Hér er þakið lagað en í síðasta þætti kom í ljós að þakið fúið og ónýtt. Hjónin viðurkenna að þetta verkefni hafi verið stærra en þau bjuggust við en að lokum eru þau í skýjunum yfir draumaheimilinu. |
26 | 6 | Herbergi við Þigholtsstræti - fyrri hluti | 30. október 2017 | Hér kíkir Gulli til Gumma Árna en hann er mikill áhugamaður um að gera upp gamlar íbúðir. Verkefnið hans að þessu sinni er að breyta kjallaraherbergi í litna stúdíóíbúð og í þessum þætti sjáum við allt rifið út. |
27 | 7 | Herbergi við Þigholtsstræti - seinni hluti | 6. nóvember 2017 | Gummi Árna Heldur áfram að gera upp kjallaraherbergi og hér eru lagnir lagðar, nýtt gólf sett á og herbergið gert að heimili. |
28 | 8 | Íbúð í Drápuhlíð - Fyrri hluti | 13. nóvember 2017 | Hér kíkjum við til Jóhannesar Helga í Hlíðunum. Hann er tiltölulega nýbúin að kaupa íbúðina sína en hann keypti hana með því í huga að hann vildi breyta henni. Hann vill snúa íbúðinni gjörsamlega við og vill m.a. taka niður nokkra burðarveggi, stækka baðherbergið og færa eldhúsið. |
29 | 9 | Íbúð í Drápuhlíð - Seinni hluti | 20. nóvember 2017 | Áframhald framkvæmda hans Jóhannesar Helga. Hann viðurkennir að verkefnið hafi verið erfitt en eftir mikla samvinnu ýmissa iðnarmanna þá er hann mjög sáttur með lokaafurðina. |
30 | 10 | Gamalt hús í Reykjanesbæ | 27. nóvember 2017 | Gulli fer til Reykjaness til þeirra Önnu og Inga en þau ætla að taka húsið sitt í gegn. Húsið er æskuheimili Inga og þau keyptu eignina af foreldrum hans. Þetta var fullkomið þar sem langþráður Önnu var að kaupa gamalt hús og gera það að sínu. |
31 | 11 | Brynjar og Anna Lísa á Refsstöðum - fyrri hluti | 4. desember 2017 | Gulli fer upp í sveit á Refstaði, í Hálsaveit, til bændanna Brynjars og Önnu Lísu. Þau gerðu upp húsið sitt þegar þau keyptu lóðina en núna ætla þau að breyta gömlu fjósi í íbúðarhúsnæði fyrir starfsmenn sína. Í þessum fyrri hluta er allt gamla rifið út og gert tilbúið fyrir það nýja. |
32 | 12 | Brynjar og Anna Lísa á Refsstöðum - seinni hluti | 11. desember 2017 | Í þessum lokaþætti þáttaraðarinnar höldum við áfram að fylgjast með Brynjari og Önnu Lísu breyta gömlu fjósi í íbúðarhúsnæði. |
Loka
Þáttaröð 4 (2019)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
33 | 1 | Verkefnið á Bræðraborgarstíg - fyrri hluti | 26. ágúst 2019 | Í þessum þætti fylgjumst við með endurbótum hjá Söndru Hlíf á gömlu húsi á Bræðraborgarstíg sem hústökufólk hafði lagt undir sig eftir hrun. |
34 | 2 | Verkefnið á Bræðraborgarstíg - seinni hluti | 2. september 2019 | Við höldum áfram að fylgjast með hjá Söndru Hlíf sem er að gera upp hluta af húsinu sínu á Bræðraborgarstíg. |
35 | 3 | Einbýlishús í Árbænum - fyrri þáttur | 9. september 2019 | Jónína og Fannar keyptu hús langömmu Fannars í Árbænum. Þau hafa tvo mánuði til að breyta því áður en þau flytja inn. |
36 | 4 | Einbýlishús í Árbænum - seinni þáttur | 16. september 2019 | Nú sjáum við lokaútgáfuna á breytingunum hjá Jónínu og Fannari í Árbænum. Nýtt skolp, gólfhiti, nýtt bað og kostnaðaráætluninni hefur verið hent. |
37 | 5 | Hæð í Stóragerði | 23. september 2019 | Þau Elísabet og Magnús arkitekt hafa fest kaup á hæð í Stóragerði. Þau eru að mestu leiti sammála um breytingarnar en þó eru nokkur vafaatriði. |
38 | 6 | Húsið Brenna | 30. september 2019 | Húsið Brenna var byggt af tveimur steinsmiðum árið 1881 úr afgöngum og úr Alþingishúsinu að talið er. Húsið er friðað og í þættinum fylgjumst við með því komast í sína upprunalegu mynd. |
39 | 7 | 6 einbýlishús í Grindavík - fyrri þáttur | 7. október 2019 | Hjónin Alda og Grettir og börnin þeirra fimm ætla að byggja sér einbýlishús í Grindavík úr nokkrum krosslímdum einingum. |
40 | 8 | 6 einbýlishús í Grindavík - seinni þáttur | 14. október 2019 | Við höldum áfram að fylgjast með fjölskyldu Grettis og Öldu byggja 6 einbýlishús í Grindavík. |
41 | 9 | Sækambur á Nesveginum - fyrri þáttur | 21. október 2019 | Nína Björk og Gísli Örn leikarahjóna hafa búið í húsinu Sækambur á Nesveginum í nokkur ár og nú stendur til að breyta því og hanna það að fjölskyldunni. |
42 | 10 | Sækambur á Nesveginum - seinni þáttur | 28. október 2019 | Lokaþátturinn af Gulla byggi í þessari þáttaröð. Gísli og Nína eru á lokametrunum og í kappi við tímann |
Loka
Þáttaröð 5 (2020)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
43 | 1 | Binna og Arna á Refstöðum | 27. apríl 2020 | Gömul bátasmiðja flutt frá Akureyri til Hálsasveitar í lögreglufylgd. |
44 | 2 | Þakíbúð í Álalind | 4. maí 2020 | Margrét rafvirki standsetur þakíbúð í Kópavogi. |
45 | 3 | Nína og Gísli: Hulunni svift | 11. maí 2020 | Flutningur inn í hús Nínu og Gísla. |
46 | 4 | Sumarbústaður í Grímsnesi | 18. maí 2020 | Gulli smíðar pall og skjólvegg við sumarhús. |
47 | 5 | Gamla Bátasmiðjan innréttuð og kláruð | 25. maí 2020 | Húsið sem var flutt er nú innréttað og gólf steypt. |
Loka
Þáttaröð 6 (2021)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
48 | 1 | Næfurás | 29. ágúst 2021 | Matthías tekur íbúðina sína í gegn í Árbænum á fimm vikum, með nýju baði, sólbekk og heimasmíðuðum borðum. |
49 | 2 | Kofastríð 1 | 12. september 2021 | Leikararnir Jóhann G og Atli Þór kaupa sinn hvorn vinnuskúrinn og gera þá upp í görðunum hjá sér, annar verður menningarhús og hinn mótorhjóla geymsla. |
50 | 3 | Kofastríð 2 | 19. september 2021 | Seinni hluti af Kofastíði þar sem leikararnir Jóhann G og Atli Þór kaupa sinn hvorn vinnuskúrinn og gera þá upp í görðunum hjá sér, annar verður menningarhús og hinn mótorhjóla geymsla. |
51 | 4 | Básendi | 26. september 2021 | Hjónin Hulda og Jón gera upp heilt hús við Básenda í Reykjavík. Upphaflega stóð til að mála einn til tvo veggi og flytja svo inn, en á endanum var allt húsið tekið í gegn. |
52 | 5 | Þingholtsstræti | 3. október 2021 | Gamalt hús við Þingholtsstræti í Reykjavík sem var farið að láta á sjá er tekið í gegn. Breytingin er Svansvottuð bæði þegar kemur að urðun og uppbyggingu. |
53 | 6 | Fellsmúli / Mánagata | 10. október 2021 | Hér fylgjumst við með tveimur ólíkum verkefnum, annarsvegar ódýrum en miklum útlitsbreytingum á íbúð í Fellsmúla og hins vegar kjallaraíbúð á Mánagötu. |
54 | 7 | Skógargerði 1 | 17. október 2021 | Stórframkvæmdir í Skógargerðinu, framhald frá fyrri þáttaröð. |
55 | 8 | Skógargerði 2 | 24. október 2021 | Seinni hluti af Skógargerði en þar stendur til að færa eldhús og baðherbergi á miðhæð, smíða svalir utan á húsið og taka garðinn í gegn, með tilheyrandi vandamálum og verkefnum sem þarf að laga. |
56 | 9 | Útsýnispallur á Bolafjalli | 30. október 2021 | Gulli fylgist með hönnun og byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli frá upphafi til enda. |
Loka
Þáttaröð 7 (2022)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
57 | 1 | Hófgerði | 11. september 2022 | Ósk og Aron gera upp hæð í Kópavogi með ódýrum en áhrifaríkum hætti. |
58 | 2 | Marbakkabraut - fyrri hluti | 11. september 2022 | Tvær fjölskyldur rífa gamalt hús og byggja parhús í Kópavogi. Ferlið tekið upp í 4 ár. |
59 | 3 | Marbakkabraut - seinni hluti | 11. september 2022 | Framhald. Byggingin tekur óvænta stefnu með drauga, lekan glugga og málaferli. |
60 | 4 | Selbraut | 18. september 2022 | Raðhús á Seltjarnarnesi tekið í gegn, breytt baðherbergi, gólfhiti og nýtt eldhús. |
61 | 5 | Ölfus | 25. september 2022 | Andrea og Tolli láta draum sinn rætast og byggja hús í sveit við Hveragerði. |
62 | 6 | Skógargerði | 2. október 2022 | Framhald frá fyrri þáttum með Dísu og Bigga – nú með steyptum skjólveggjum og plani í garðinum. |
63 | 7 | Stykkishólmur - fyrri hluti | 9. október 2022 | Erlend hjón kaupa jörð á Snæfellsnesi og byrja á litlu sumarhúsi sem stækkar hratt. |
64 | 8 | Stykkishólmur - seinni hluti | 16. október 2022 | Framhald. Húsið verður stórfenglegt byggt á súlum og minnir á haförn á flugi. |
Loka
Þáttaröð 8 (2024)
Nánari upplýsingar Nr. í röð, Nr. í þáttaröð ...
Nr. í röð | Nr. í þáttaröð | Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|---|---|
65 | 1 | Sikiley | 6. október 2024 | Kynning á fjölbreyttum og skapandi verkefnum með Gulla Helga. |
66 | 2 | Útieldhús 1 | 14. október 2024 | Smíði útieldhúss hefst. |
67 | 3 | Útieldhús 2 | 21. október 2024 | Smíðin heldur áfram. |
68 | 4 | Kleifarkór | 28. október 2024 | Hús í Kleifarkór tekið í gegn vegna myglu. |
69 | 5 | Frakkland 1 | 4. nóvember 2024 | Fylgst með Íslendingi kaupa höll í Frakklandi. |
70 | 6 | Frakkland 2 | 11. nóvember 2024 | Framhald af Frakklandsverkefni. |
71 | 7 | Dalvík - Seinni hluti | 18. nóvember 2024 | Lokið við baðherbergi Aðalheiðar og Jóhanns með hornbaðkari og sturtu. |
Loka
Sérþættir
Nánari upplýsingar Titill, Útsendingardagur ...
Titill | Útsendingardagur | Lýsing |
---|---|---|
Einingahús og smáhýsi | 22. janúar 2018 | Fjallað um einingahús og smáhýsi í íslensku samhengi. |
Loka
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
Remove ads